Færsluflokkur: Lífstíll

Hver segir að ekki megi græða á lágu gengi og hárri verðbólgu?

Landsbankinn skilaði 12 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi!  Þá er heildarhagnaður á fyrri helmingi ársins tæplega 30 milljarðar. 

Ég held að í þessu uppgjöri bankans ættum við Íslendingar að geta fundið svör sem brenna á vörum margra.....

Vegna verðtryggingarinnar má líta á krónuna (hún hefur jú fallið allverulega) og verðbólguna (sem æðir nú upp í hæstu hæðir) sem nokkurs konar "bæti" í fjórðungsuppgjöri Landsbankans.  Á tímum efnahagslegra þrenginga nýtist verðbætir til að drýgja hagnaðinn....  (sem segir... hver hefur verið að halda þessum banka uppi?) það eru engar verðtryggingar á lánum nema á Íslandi. 

Skuldir Landsbankans á gjalddaga á næstu 12 mánuðum er 855 milljónir EVRA, það gerir 108.148.950.000 íslenskar krónur, á gengi dagsins í dag, sem er 9.012.412.500 Íkr. á mánuði.

Lausafjárstaða bankans nemur 7,8 milljörðum EVRA sem er byggt á lausu seljanlegu eignum Landsbankans,

(svei mér þá þeir hugsa bara alveg eins og ég, en ef að kreppti hafði ég einmitt hugsað mér að ég gæti minnkað við mig húsnæði, selt bílinn og kannski eitthvað af lausamunum), nei nei lífið er ekki svo einfalt ef þú ert ekki banki, ég er bara aumur Íslendingur.

Og áherslur Landsbankans til framtíðar, jú einmitt, það sem ég hef áður nefnt í mörgum af mínum blloggum, LEGGJA ÁHERSLU Á INNLÁNASTARFSEMI, ALÞJÓÐLEGA

Þýðir þetta ekki að þegar búið er að mjólka Íslendinginn þá er bara best að snúa sér að öðrum löndum?

Helmingur starfsmanna Landsbankans fær greidd laun í EVRUM, en samt stendur launakostnaður í stað í ÍSLENSKUM KRÓNUM TALIÐ.  (eru lesendur ársfjórðungsuppgjörsins heimskir?)

þetta atriði sannar enn og aftur, að það er eitthvað bogið við það hvað gengið hefur fengið að falla hratt og örugglega í þessu landi, ég hef bloggað um þetta í fyrri bloggum mínum.  Bankarnir voru að gera ársfjórðungsuppgjör sín og þau líta betur út með gengið eins og það er komið í dag, það er engin stjórn í þessu landi!!! Auðmenn landsins stjórna hér með harðri hendi, og svei mér ef ekki á bara kalla þetta græðgi! (margrómuðu kjölfestufjárfestar, ráðherrana sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar, sem gáfu þeim bankana OKKAR!!) 

Og ætlar einhver að halda því fram að hér hafi ekki verið framinn glæpur?

Glæpur sem er enn að gerast?

Hvað á þessi glæpur að fá að vera óáreittur lengi?


Hvað eru mörg núll í billjarði?

Hvernig getur ríkissjóður átt að bjarga bönkunum? 

Er ekki eitthvað bogið við það að "einkavæddir" bankar geti fengið ómælda peninga frá ríkissjóði til að bjarga sér frá "gjaldþroti"???

Ekki fáum við óbreyttir þegnar þessa lands slíka þjónustu! 

Eða "venjuleg" fyrirtæki í landinu! 

Eftir lestur Viðskiptablaðsins í dag, þar sem stendur að ríkissjóður gæti þurft að "hjálpa" bönkunum með allt að 3 billjörðum á næstu 3 árum!   (hvað eru mörg núll í billjarði?)

Það þýðir að hvert mannsbarn hjá þjóðinni yrði skuldsett um 10 milljónir! 

Eru þessir menn ekki glæpamenn sem seldu "vel völdum kjölfjárfestum" þjóðarbankana?  

Ég er ansi hrædd um að hjá öðru ríki væru þessir ákvarðanir litnar mjög alvarlegum augum og rannsókn þegar hafin.  Og þeir látnir svara til saka og taka út dóm fyrir aðgerðir sínar, og settir af með skömm!!  En hér tíðkast sú stefna (alveg gagnrýnislaust) að þessir sömu ákvarðanatökumenn "velja" sér bara nýjan stól hjá hinu opinbera!! 

Það er stundum eins og Litla Ísland sé í öðrum heimi þegar kemur að starfsafglöpum hjá ráðherrum þjóðarinnar!  

Þessir sem stjórna þessu landi (og hafa verið við stjórn) eru fyrir löngu búnir að sýna að þeir eru ekki hæfir til að sinna störfum sínum....... Í öðrum löndum þyrfti þetta fólk að segja af sér!

Þegar fólk er ráðið til vinnu og uppfyllir ekki það sem í starfslýsingu stendur, er það látið víkja fyrir öðrum hæfari.

Kjósendur þessa lands höfum þetta í huga þegar við göngum í kjörklefa í framtíðinni, ekki kjósa bara eitthvað, eða það sama og síðast og þarsíðast os.frv. Gerum kröfur til þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram um að starfslýsingu sé framfylgt!  Losum okkur við frændskapinn, klíkuskapinn sem þessi þjóð hefur búið við alltof lengi.  Valdið er hjá okkar í næstu kosningum!

Það er öruggt að skattastefna þjóðarinnar á eftir að versna ef ríkissjóður tekur lán til að bjargar þessum sem fengu að kaupa bankana, 10.000.000,-  á hvert mannsbarn er mikið að greiða af með vöxtum!  Höfum þetta í huga.  Fylgjumst VEL með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Við (litla Gunna og litli Jón þessa lands) komum til með að þurfa greiða lánið til baka með vöxtum!


Samkeppni hvað er nú það? Bankar-olíufélög-tryggingafélög.

Ég hlusta einstaka sinnum á morgunútvarp og í dag var það Bylgjan sem fékk hlustun hjá mér, þar kom Pétur Blöndal í sitt vikulega innlit (held að hann sé vikulega), og ég hélt á tímabili að ég væri á hvolfi eða kannski í draumaheimi, þegar maðurinn talaði, hann getur ekki verið búandi í sama landi og ég!

Hann er með þvílíkar fullyrðingar að á tímabili hélt ég að ég þyrfti að æ.... Pétri finnst í lagi að vextir séu háir, það hvetur til sparnaðar, já en fólk á  ekki afgang til að spara, benti Heimir Karlsson, Pétri á.  Því svaraði Pétur ekki.  Oft finnst mér vanta að fjölmiðlafólk sé ýtnara á skýr svör. 

Pétur fullyrti að hér væri mjög mikil samkeppni!  Sagði hann m.a. að hér á landi væri fólk með viðskipti við erlenda banka!  Eru það litla Gunna og litli Jón?  Það held ég að hægt sé að fullyrða að svo sé ekki!

Hvar er samkeppnin?  Og fyrir hvern? 

Við almenningur sem ekki höfum aðgang að bönkum í útlöndum, neyðumst til að skipta við innlenda banka, hjá þeim er engin samkeppni, svo mikið er víst! 

Við almenningur neyðumst til að versla við olíufélögin í landinu þar er lítil samkeppni, það er öruggt!

Við almenningur neyðumst til að tryggja okkur hjá innlendum tryggingafélögum, þar er varla samkeppni!   

Eigum við "litla fólkið" í þessu landi þann kost að færa viðskipti okkar til útlanda?

Þarna er kannski komin viðskiptahugmynd, stofna umboð fyrir erlenda banka og erlend tryggingafélög  hér fyrir okkur þennan almenning sem ekki eigum hlutabréf og ekki höfum orðið svo mikið vör við steravöxt á peningaveskjum okkar!  Þannig að við getum farið að spyrna við þeirri kúgun sem þessir aðilar beyta okkur.  (en ég er hrædd um að það yrði dauðadæmt í fæðingu, því auðvitað verður maður að hafa peninga til að stofna slíkt.  Fjármagnið er einfaldlega ekki hjá litla manninum í þessu landi.)

Bankar, olíufélög og tryggingafélög eru í þeirri stöðu að við verðum öll að eiga viðskipti og eigum engra annara kosta völ, við keyrum allavega ekki yfir landamærin og gerum hagstæðari viðskipti!  Eins og aðrar þjóðir búa við.  Og þá er nú komið efni í annað blogg flugfargjöldin, hvert stefna þau?  Svo mætti nú alveg blogga um hver er uppruni okkar Íslendinga? Erum við ekki öll komin af þrælum og/eða þjófum, sem flýðu frá Noregi?  Erum við ekki enn í þeirri stöðu? Þrælar og/eða þjófar?


Er ekki kominn tími á nýja stjórn?

Já eru þingmenn að vakna? 

Ég var nú bara að hugleiða þetta þegar þeir voru að fara í sitt margramánaðasumarfrí hvernig þeir gætu leyft sér að fara í FRÍ þegar þjóðarskútan væri orðin vélarvana og stefndi með hraðbyr í strand! 

Og Geir harði hann sést ekki svo vikum skiptir, kannski er öll ríkisstjórnin á ferðalagi í útlöndum og veit ekkert hvað er að gerast!  Reyndar búin að ráða til sín "töframann" sem reyndar sagðist ekki vera slíkur, enda bara ráðin til sexmánaða.  Fróðlegt væri að geta verið fluga á vegg á fundum "töframannsins og þess harða". 

En er ekki tími til róttækra aðgerða hér á landi? 

Til dæmis mætti skila fisknum til þjóðarinnar!

Skila þjóðarbönkunum til þjóðarinnar! 

Og kosningar strax að því loknu og hafa hér við stjórn þá sem kosnir eru til slíkra verka en ekki láta þá stjórna áfram sem hafa fengið auðlindir og bankana gefins.

(spurning hvort símasöluna ætti ekki líka að taka til baka?)

Kannski er ég að gleyma einhverju! (en hvernig er annað hægt ég er nú bara íslenskur kjósandi)


mbl.is Vilja að Alþingi verði kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séreignarlífeyrissparnaður, er það góð trygging?

Svona í framhaldi um lífeyrismál frá fyrra bloggi mínu, þar sem ég fékk komment um séreignarlífeyrissparnað, þá vekur það mig til umhugsunar um hvort fólk með þennan "séreignarlífeyrissparnað" hafi lesið smáa letrið í þeim samningum?  Hver er þóknunin sem tekin er árlega af heildarinneigninni?  Það er ekkert smáræði, enda hafa "bankarnir" ekki verið þekktir fyrir það að gera almenningi greiða án þess að græða sjálfir!  Af hverju senda þeir ekki yfirlit um innborganir eins og með aðra reikninga?  Getur verið að það þurfi að fela “þóknunina?

Núna vil ég hvetja ykkur kæru landsmenn finnið samninginn ykkar og lesið smá letrið, hvað er verið að taka af sparnaði ykkar pr.ár?  (og það bara fyrir að vera í sparnaði!)  

Hvert fer sparnaðurinn?  Jú sparnaðurinn er með ýmsar “leiðir” og þar koma nú fermingardrengir enn við sögu, því í þessum sparnaði felst einmitt það að fjárfesta í hlutabréfum!  Og hver velur hlutabréfin?  Er einhver trygging um að eitthvað verði eftir af sparnaðinum þegar að útborgun kemur? Ég er ekki viss um það, enda gamalt folk auðveld bráð, sem þeir treysta að hafi ekki orku í neitt þras þegar að útborgun kemur.

Ég persónulega er hætt þessum séreignarlífeyrissparnaði og er fegin.  En ekki að ég hafi fengið frið frá þessum (sem mig langar að kalla fermingardrengi, allavega margir hverjir yngri en mínir eigin, og ég er ekki hrifin af þessari fermingardrengjastefnuþjóðfélagsins) sem langar að leika sér með aurinn minn! allar mögulegar leiðir hafa verið til að fá mig til að byrja aftur; þetta erfist! þú getur tekið inneignina út við vissan aldur! (sem ég hef góðlátlega látið viðmælendur mína vita að ég ætli ekki að ná)..... og allt þar á milli bara ef þú vilt koma aftur í kongulóarvefinn okkar!!!!!

Frekar ætla ég að lifa á hrísgrjónum og grænum baunum í ellinni (ef ég lifi lengur en ég hef sagt fermingardrengjunum) en að láta fólk útí bæ fá peningana mína til að leika sér með. 

Ég kýs að leika mér með peningana mina sjálf á meðan ég hef orku til. 

Lífeyrissjóður, lífeyrissjóður seg þú mér hvernig farið er með féið mitt...

Mér hefur verið hugsað mjög mikið undanfarið um stöðu líferyrissjóða, "okkar landans" og alveg sama hvað ég "hugsa" mikið þá er niðurstaðan alltaf sú sama, þetta er sú mesta féblekking sem yfir okkur gengur! 

Hvað eru margir lífeyrissjóðir á landinu? hvað eru margir "forstjórar, framkvæmdastjórar" ? í þessum lífeyrissjóðum? Hver borgar þeim laun?  Hvað eru þeir með í laun? Hvað gera þeir við skyldulífeyrinn okkar?

Kemur okkur þetta ekkert við? 

Hefur einhver hugsað útí hversu miklir fjármunir renna í lífeyrissjóðakerfið okkar árlega?  10% af öllum tekjum okkar fara í lífeyrissjóðina, tæplega 40% fara í skatta.  Skattgreiðslur okkar fara svo í að greiða skólana, sjúkrahúsin, vegakerfið, þingmannalaunin, (ferðalögin,dagpeningana) sveitarstjórnarlaunin, og ýmislegt sem fólki finnst í lagi að "ríkið" greiði, (en þetta ríki er einmitt skattpeningur almennings), 10% eiga svo að vera ellitrygging okkar, sem er dágóð upphæð svona m.v. hvað hægt er að gera við tæp fjörutíuprósentin!

10% er há upphæð sem rennur um hendur fólks sem er í peningaleik alla daga "hefur engu að tapa" því þessir "forstjórar, framkvæmdastjórar" lífeyrissjóðanna eru alveg gulltryggðir með laun sín og kjör! 

En við eigendur þessa fjármagns sem þarna er verið að "gambla" með?  Hvar er okkar trygging? 

Erum við gulltryggð? 

Eru þessir lífeyrissjóðaforstjórar með starflokasamning?  Ef svo er, hversu háan? (starfslokasamningar í öðrum löndum eru árangurstengdir! (ef tap! þá dettur samningur úr gildi) hvenær förum við að sjá slíka samninga gerða hér á landi?)

Kemur okkur þessir launasamningar við? þegar upp er staðið hver greiðir laun starfsmanna lífeyrissjóðanna?

Þeir aðilar sem ég þekki og eru að fá lífeyrisgreiðslur, eftir áratugainnborgun í sjóðina, eru að fá slíkar lúsargreiðslur að mér er spurn; Hvar eru peningar lífeyrissjóðanna ávaxtaðir? Er eftirlit með störfum þeirra sem fara með þessa fjármuni?  Er einhver ábyrgur?

Heyrði um daginn að ýmsir lífeyrissjóðir hefðu fjárfest í FL Group!  Ef það er satt hafa þeir lífeyrissjóðir verið að henda peningum sem "aðrir eiga" útum gluggan.  Væri ekki rétt að fara fram á rannsókn á hvort satt sé?

Kannski fá "lífeyrissjóðayfirmenn" þessa lands far með einkaþotum? fyrir að vera svo rausnarlegir við að  fjármagna útrás?

Hver er skoðun ykkar bloggara á lífeyrissjóðum okkar?

Eigum við ekki rétt á að vita hver eru laun starfsmanna sjóðanna?

Eru starfslokasamningar í gangi? ef svo er hversu háir?

Hvar er verið að ávaxta peningana okkar?

Eða kemur okkur þetta ekki við?

Er ég ein um að hafa þessar áhyggjur?


Er ekki laust húsið borgarstjóra?

Er ekki bara búið að redda sölunni á húsi borgarstjóra?  Var það ekki nýlega í fréttum að illa gengi að selja húsið, sem hann hefur búið í einn eftir að frú hans flutti út?  Kannski hans nágrannar vilji fá "BIRGIÐ" í götuna sína?????  

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að "´fíkill" er fíkill! 

Við erum ekki að tala um fólk sem á við alvarlega fötlun að glíma! Eða krabbameinssjúklinga!

Fíkill á við verulega erfiðleika við að stjórna sjálfum sér, og eftir að farið var að kalla þetta sjúkdóm (sem mér finnst lítilsvirðing við sjúklinga) (krabbameins-alsheimers-nýrna-hjarta-og fatlaða) þá hafa fíklar bara gerst frekari á kerfið og gert "sjúklingum" erfiðara að leita réttar síns!  

Reykingar eru fíkn, sem sumir ná aldrei tökum á sama hvað þeir reyna. 

Er Kári í íslenskrierfðagreiningu ekki búin að búinn að finna genið sem stjórnar fíkninni?   Mig minnir að ég hafi lesið það nýlega! 

En svona "fíkn"meðferð á ekki heima meðal barnafólks!


mbl.is Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þetta afgreiðum við ekki strax!

Ég hef nú ekki tjáð mig um vinsælasta málið á Íslandi í dag, en ég er nú að hugsa um að leggjast í það núna.  Hvernig má það vera að hér eru "flóttamenn" geymdir í tuga tali í marga mánuði, jafnvel hægt að telja í árum, á meðan verið er að vinna í málum þeirra?

Hverslags vinnubrögð eru í gangi? 

(þetta minnir á nýja starfsmanninn sem hóf störf hjá skattstofunni fyrir mörgum árum og ætlaði að fara að afgreiða mál sem borist hafði inn, en var stöðvaður af eldri og reyndari starfsmanni, sem sagði nýja starfsmanninum að þetta ætti ekki að afgreiða strax, þetta mál er sett í þetta hólf og er afgreitt eftir 2 mánuði, sá nýi spurði af hverju? og það stóð ekki á svari: ef við afgreiðum málin strax heldur fólk að ekkert sé að gera hjá okkur!) 

Getur verið að þessi vinnubrögð séu viðhöfð enn þann dag í dag hjá stofnunum landsins? 

Nú hafa allmargir Íslendingar verið að finna til með Paul Ramses (ef það er hans rétta nafn) vegna þess að verið sé að aðskilja hann frá nýfæddu barni, það er mjög skiljanleg hugsun, en er ekki málið að fara að spýta í lófana og afgreiða "pólitíska flóttamenn" með meiri hraða en nú er gert? 

Þetta er að minnsta kosti annað "barnið" sem getið er hér á landi meðan verið er að skoða málin!!! Það er miklu erfiðara að senda nýfætt barn úr landi, það vita flóttamenn!  Barninu er því ætlað að vekja samúð þjóðarinnar (sem virkar) og fresta brottvísun. 

Er ekki rétt að fara að athuga hvað er að gerast hjá stofnun þeirri sem á að vinn með þessi mál. Það fólk er jú á launum hjá okkur skattgreiðendum!!!!


Ekki halda í okkur andanum, við verðum að fara að standa vaktina!

Nú er lag fyrir "litla fólkið" í landinu að fara að undirbúa "hvað" skal kjósa í næstu alþingiskosningum.  Með afar einföldum hætti ætti nú þjóðin að taka sig saman og koma sér upp "blaðaúrklippubók" fylgjast með hvernig mál eru afgreidd, hjá hverjum og einum frambjóðanda!  Ekkert "alsheimersgleymskukast" um næstu kosningar. Viku fyrir kosningar er síðan alveg kjörið að taka fram bókina og skoða hvernig framkoma "ráðamanna" við okkur hefur verið á kjörtímabilinu!!  Hvernig þeir segja okkur að halda bara í okkur andanum næstu tvö árin eða svo, já draga úr allri neyslu!  Krepputal sem einungis kemur við þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, það er alveg passaðu uppá það að lægstu launin hækki ekki.  Sjálf hef ég gert það að undanförnu að copy paste fréttir sem mér finnst að komi mér við síðar.  Fylgst með genginu hrinja.  Og ýmsu athygliverðu, ég er að vona að þjóðin vakni nú við þessar "gusur" frá stjórn landsins og gleymi því ekki þegar kosningabarátta "flokkanna" hefst með öllu því "kjaftæði" sem jafnan er ausið yfir okkur til að fá kjósendur til að gleyma hvernig komið hefur verið fram á kjörtímabilinu.

Núna þegar bensín og diesel er komið í himinhæðir í verði væri þá ekki í lagi fyrir ríkisstjórnina að fella niður "Jóns Baldvins skattinn" þ.e. bifreiðagjöldin sem Jón Baldvin setti á og sagði svo eftirminnilega að þessi skattur ætti bara að vera í "eitt ár"

Ennig mætti athuga hvort ríkisstjórnin ætti ekki að fara fremst í flokki í "kreppunni" og leggja af allar utanlandsferðir næstu tvö árin (það er sá tími sem stjórnin hefur sagt þjóðinni að halda bara í sér andanum).

Við kjósendur megum ekki sofa til kosninga!! Við verðum að standa vaktina, stjórn landsins er á launum hjá okkur, ekki við hjá þeim.  Þessi vakt verður að byrja í dag!


Ég er þakklát fyrir að heita ekki JÓN!

Hvers vegna er verið að draga þessi skattamál svona lengi?  Og er ekki 7 ára reglan enn í gildi? þá er þetta að stórum hluta fyrnt!  Eigum við almúginn ekki að fara að standa upp og garga aðeins á yfirvöld að fara nú að hætta þessum málsóknum ef ekki er hægt að tryggja að það sé gert innan fyrnigartíma?   Það eru jú peningarnir okkar sem fara í þessi málaferli.  Annars þakka ég bara fyrir að heita ekki JÓN !!!


mbl.is Ákærður fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband