Feðra-lög---- barna-lög

Oft birtast hér á blogginu lýsingar feðra á því hversu slæmar barnsmæður þeir hafa valið sér, þ.e. þær eru að hefna sín á þeim, (ekki veit ég fyrir hvað þær eru að hefna sín, það hefur aldrei komið fram), með því að meina þeim að hitta barnið (börnin) þeirra. 

Sjálfsagt hefur einhver atburður átt sér stað sem ekki er sagt frá!  Getur verið að slæm meðferð á börnunum hafi átt sér stað???  getur verið að einhver hafi "geymt" börnin í hjólreiðageymslunni?   (haft eftir börnum sem upplifðu slíka meðferð hjá föður sínum)  eða skilið þau eftir hjá "nýrri sambýliskonu" sem er alltaf argandi og gargandi (haft eftir barni sem neitaði að fara aftur í samvist við föður sinn).... og lengi mætti telja....

En aldrei hef ég séð bloggað um að feður neiti að hitta barnið (börnin).  En þau tilfelli eru líka til en minna fer fyrir þeim í umræðunni, því íslensk barnalög ná ekki yfir slíka hegðun, undarlegt að kalla þessi lög "barnalög". ein skýringing sem einn faðirinn gaf var: nýja sambýliskonan vill ekki neina fortíð....  þannig að það er best að hafa hlutina svona, án umgengni!

Það barn grét á leikskólaaldri því það kom aldrei neinn "pabbi" að sækja það. 

Móðirin reyndi að sækja "RÉTT" barnsins til yfirvalda og svarið var einfallt!!!! 

Það borgar sig ekki að sækja umgengni til föður sem ekki hefur áhuga!!!!!!   

þar með var  réttur barnsins fótum troðinn!!  (og ekki gefst þessum börnum kostur á að beita feðurna dagsektum!!!!) 

Og hver er þá réttur barnsins???

Eru feður íslenskra barna ekki í sérstöðu?????   Þeir þurfa ekki að hitta börn sín nema þeir nenni og jafnvel þykjast nenna, geyma barn í hjólreiðageymslu er ekki mannlegt (en þar var barnið notað til að hefna sín á móður, dagsektum var beitt, á móður eftir að barnið neitaði að fara aftur í hjólreiðageymsluvist)  móðirin stóð að sjálfsögðu með sínu barni, en galt sektum fyrir!

Hvernig má það vera að hægt er að krefjast dagssekta ef móðir hindrar umgengni? 

En feður hafa allan rétt (til umgengni) en engar skildur (til að rækta umgengni)!!!! 

Er verið að hugsa um hag barnsins í svona lögum????  

Eru þetta feðralög? 

þetta eru allavega ekki barnalög! 

Svo mikið er víst!!!!

Við lagasetningu  í barnamálum skal haft að leiðarljósi "aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Í nýju frumvarpi til laga sem liggur fyrir þinginu, eru þvílík meinvörp í gangi, að efni er í nokkur blogg um barnalagamál.  Vegur þar þyngst "peningalyktin" sem af þessu frumvarpi er!!! Það er engu líkara en þeir aðillar sem leggja slíkt fram á þingi líti á barnssálir einungis sem peninga.... það er dapurt.  Í ljósi þess að aldurs síns vegna mega þessir aðilar "börnin" ekki tjá sig um málefnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þessi umgengnismál eru oft svo hroðaleg og bitna eingöngu á börnunum sem eru svo óheppin að eiga foreldra sem hugsa bara um sjálfa sig.

Marta Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband