Fyrir hverja eru bankarnir?

Ég held að því sé fljótsvarað, fyrir hluthafa bankanna ! 

Nú hafa bankarnir komið frá sér öðruársfjórðungsuppgjöri sínu, sem "venjulegir" launþegar hafa fengið að finna fyrir. 

Það að fella gengi íslensku krónunnar, verðbólgu í hámark, náðist líka þessi glimmmmrandi fína útkoma fyrir bankana, bönkunum tókst að sýna útlöndum að bankarnir eru bara í fínustu málum.... eða eru þeir það?? 

Ársreikningar eiga að segja til um stöðu fyrirtækja, en þeir sem eitthvað hafa komið nálægt bókhaldi vita að hver færsla skiptir máli, því það geta verið nokkrir möguleikar á sumum færslum og að sjálfsögðu reynir bókarinn að finna hagkvæmustu færsluna hverju sinni, ef bókara yfirsést, þá er alltaf endurskoðandinn sem leitar að hagkvæmasta staðnum í bókhaldinu hverju sinni..... 

Og hverjir eru það sem eiga þess kost að fá að breyta sínum lánum í bankanum, áður en svona bankafellagengiðhækkaverðbólgukeðja fór af stað? 

Jú það eru þeir aðilar sem hefur verið færður auður (í mörgum tilfellum sameiginlegur auður þjóðarinnar) þeir einir eru ekki látnir tapa á því að bankarnir þurfa að fara í aðgerðir hérlendis, til að halda lúkkinu erlendis, eru þeir eru ekki látnir vita af svona aðgerðum, færa þeir einfaldlega viðskipti sín erlendis, ef þeir eru ekki þegar búnir að því..  Litla Gunna og litli Jón eiga ekki kost á svona kjörum, nei nei, þau þurfa að búa við það sem eftir er af lánstíma sínum að verðbætur eru komnar á lánin þeirra til að vera.....

En mér finnst undarlegt að bankarnir voru í svo miklum erfiðleikum, að til stóð að taka erlent lán uppá 500 milljarða, en eftir að verðbólgan komst í ca. 15% og gengið féll um ca. 40% þá voru þeir hólpnir! 

Er ég ein um að finnast þetta loðið dæmi? 

Allavega finnst mér þetta bæði loðið og lúalegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband