Samkeppni hvað er nú það? Bankar-olíufélög-tryggingafélög.

Ég hlusta einstaka sinnum á morgunútvarp og í dag var það Bylgjan sem fékk hlustun hjá mér, þar kom Pétur Blöndal í sitt vikulega innlit (held að hann sé vikulega), og ég hélt á tímabili að ég væri á hvolfi eða kannski í draumaheimi, þegar maðurinn talaði, hann getur ekki verið búandi í sama landi og ég!

Hann er með þvílíkar fullyrðingar að á tímabili hélt ég að ég þyrfti að æ.... Pétri finnst í lagi að vextir séu háir, það hvetur til sparnaðar, já en fólk á  ekki afgang til að spara, benti Heimir Karlsson, Pétri á.  Því svaraði Pétur ekki.  Oft finnst mér vanta að fjölmiðlafólk sé ýtnara á skýr svör. 

Pétur fullyrti að hér væri mjög mikil samkeppni!  Sagði hann m.a. að hér á landi væri fólk með viðskipti við erlenda banka!  Eru það litla Gunna og litli Jón?  Það held ég að hægt sé að fullyrða að svo sé ekki!

Hvar er samkeppnin?  Og fyrir hvern? 

Við almenningur sem ekki höfum aðgang að bönkum í útlöndum, neyðumst til að skipta við innlenda banka, hjá þeim er engin samkeppni, svo mikið er víst! 

Við almenningur neyðumst til að versla við olíufélögin í landinu þar er lítil samkeppni, það er öruggt!

Við almenningur neyðumst til að tryggja okkur hjá innlendum tryggingafélögum, þar er varla samkeppni!   

Eigum við "litla fólkið" í þessu landi þann kost að færa viðskipti okkar til útlanda?

Þarna er kannski komin viðskiptahugmynd, stofna umboð fyrir erlenda banka og erlend tryggingafélög  hér fyrir okkur þennan almenning sem ekki eigum hlutabréf og ekki höfum orðið svo mikið vör við steravöxt á peningaveskjum okkar!  Þannig að við getum farið að spyrna við þeirri kúgun sem þessir aðilar beyta okkur.  (en ég er hrædd um að það yrði dauðadæmt í fæðingu, því auðvitað verður maður að hafa peninga til að stofna slíkt.  Fjármagnið er einfaldlega ekki hjá litla manninum í þessu landi.)

Bankar, olíufélög og tryggingafélög eru í þeirri stöðu að við verðum öll að eiga viðskipti og eigum engra annara kosta völ, við keyrum allavega ekki yfir landamærin og gerum hagstæðari viðskipti!  Eins og aðrar þjóðir búa við.  Og þá er nú komið efni í annað blogg flugfargjöldin, hvert stefna þau?  Svo mætti nú alveg blogga um hver er uppruni okkar Íslendinga? Erum við ekki öll komin af þrælum og/eða þjófum, sem flýðu frá Noregi?  Erum við ekki enn í þeirri stöðu? Þrælar og/eða þjófar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband