Nei, þetta afgreiðum við ekki strax!

Ég hef nú ekki tjáð mig um vinsælasta málið á Íslandi í dag, en ég er nú að hugsa um að leggjast í það núna.  Hvernig má það vera að hér eru "flóttamenn" geymdir í tuga tali í marga mánuði, jafnvel hægt að telja í árum, á meðan verið er að vinna í málum þeirra?

Hverslags vinnubrögð eru í gangi? 

(þetta minnir á nýja starfsmanninn sem hóf störf hjá skattstofunni fyrir mörgum árum og ætlaði að fara að afgreiða mál sem borist hafði inn, en var stöðvaður af eldri og reyndari starfsmanni, sem sagði nýja starfsmanninum að þetta ætti ekki að afgreiða strax, þetta mál er sett í þetta hólf og er afgreitt eftir 2 mánuði, sá nýi spurði af hverju? og það stóð ekki á svari: ef við afgreiðum málin strax heldur fólk að ekkert sé að gera hjá okkur!) 

Getur verið að þessi vinnubrögð séu viðhöfð enn þann dag í dag hjá stofnunum landsins? 

Nú hafa allmargir Íslendingar verið að finna til með Paul Ramses (ef það er hans rétta nafn) vegna þess að verið sé að aðskilja hann frá nýfæddu barni, það er mjög skiljanleg hugsun, en er ekki málið að fara að spýta í lófana og afgreiða "pólitíska flóttamenn" með meiri hraða en nú er gert? 

Þetta er að minnsta kosti annað "barnið" sem getið er hér á landi meðan verið er að skoða málin!!! Það er miklu erfiðara að senda nýfætt barn úr landi, það vita flóttamenn!  Barninu er því ætlað að vekja samúð þjóðarinnar (sem virkar) og fresta brottvísun. 

Er ekki rétt að fara að athuga hvað er að gerast hjá stofnun þeirri sem á að vinn með þessi mál. Það fólk er jú á launum hjá okkur skattgreiðendum!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband