Eru öryrkjar öryrkjar?

Þegar ég var 19 ára lenti ég í bílslysi, eftir slysið þurfti ég að læra að ganga í annað sinn á ævinni og í kjölfar þess þurfti ég að beita líkama mínum á annan veg en ég var vön.  Mér var sagt að ég væri öryrki og yrði að temja mér aðra lífshætti........ ÉG SAGÐI NEI ég er ekki öryrki og hef unnið fyrir  mér  síðan (en ég finn ennþá að ég get ekki gert ýmislegt, en hef alltaf verið viss um að geta séð mér farborða sem og ég hef gert).  Ástæða þess að ég ákvað að blogga um þetta er sú að sumir bloggarar hafa greinilega ekkert fyrir stafni svo dögum skiptir.  Getur verið að þegar síðasta atvinnuleysistímabil reið yfir íslensku þjóðina hafi litið betur út í alþjóðlegum skýrslum að skrá fólk sem öryrkja frekar en atvinnulausa?  (Ég persónulega þekki fólk sem gæti alveg unnið störf sem ég hef unnið undanfarin ár en kýs frekar að vera á örorku).  Hafði íslenska þjóðin þörf fyrir allt þetta erlenda vinnuafl ? (á góðæristíma íslendinga) sem nú flýja land í umvörpum?  Hefur einhver hugsað útí það að á meðan góðærið geysaði yfir okkur þá var mjög dulið atvinnuleysi í landinu!!!!! Þúsundir manna í skóla og aðrar þúsundir sem þáðu örorkubætur... Er ekki kominn tími á að virkja VINNANDI fólk í þessu landi? Þannig að við séum ekki alltaf þau sömu sem tökum á okkur vinnuna.... skattana..... skyldurnar.......   allavega er þetta fólk sem er á blogginu pennafært það mætti nýta í blaðaútgáfu í stað þess að hafa þetta fólk heima á launum hjá okkur skattgreiðendum...... 

Allavega sýnist mér að vinnsælustu bloggararnir séu ekki launþegar........ (ef þetta á ekki við rök að styðjast er opið fyrir komment.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgarfjardarskotta

Glitter Graphics

Borgarfjardarskotta, 16.10.2008 kl. 03:31

2 Smámynd: María Richter

Heyr heyr.  Þetta eru sko orð í tíma töluð.  Hef oft velt því fyrir mér þegar ég t.d. hlusta á símaþætti í útvarpinu.  Þangað hringja ótal "öryrkjar".  Ég hef oft spáð í hvort hálf þjóðin væri öryrkjar.

María Richter, 16.10.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, sammála og eitt það undarlegasta sem ég hef heyrt var þegar kona ein sem ég þekki gekk á milli lækna til að reyna að komast á örorkubætur og gerði sér upp allskonar krankleika og þá þótti henni þunglyndi áhugaverðast því ekki var hún líkamlega fötluð. En þetta gekk ekki upp hjá henni og þá fór hún að bölva "þeim heppnu" sem höfðu komist á bætur "bara vegna" þessa eða hins.

En svo er annað mál hvað er öryrki,,,,, ég þekki 75% öryrkja sem vinnur fulla vinnu og fer létt með það og annan 75% öryrkja sem er blindur, heyrnarlaus, vangefinn og lamaður og hefur ekki möguleika á að stunda vinnu. Þetta kerfi er kolruglað eins og þessi flokkun sýnir.

Marta Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband