Ekki halda í okkur andanum, við verðum að fara að standa vaktina!

Nú er lag fyrir "litla fólkið" í landinu að fara að undirbúa "hvað" skal kjósa í næstu alþingiskosningum.  Með afar einföldum hætti ætti nú þjóðin að taka sig saman og koma sér upp "blaðaúrklippubók" fylgjast með hvernig mál eru afgreidd, hjá hverjum og einum frambjóðanda!  Ekkert "alsheimersgleymskukast" um næstu kosningar. Viku fyrir kosningar er síðan alveg kjörið að taka fram bókina og skoða hvernig framkoma "ráðamanna" við okkur hefur verið á kjörtímabilinu!!  Hvernig þeir segja okkur að halda bara í okkur andanum næstu tvö árin eða svo, já draga úr allri neyslu!  Krepputal sem einungis kemur við þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, það er alveg passaðu uppá það að lægstu launin hækki ekki.  Sjálf hef ég gert það að undanförnu að copy paste fréttir sem mér finnst að komi mér við síðar.  Fylgst með genginu hrinja.  Og ýmsu athygliverðu, ég er að vona að þjóðin vakni nú við þessar "gusur" frá stjórn landsins og gleymi því ekki þegar kosningabarátta "flokkanna" hefst með öllu því "kjaftæði" sem jafnan er ausið yfir okkur til að fá kjósendur til að gleyma hvernig komið hefur verið fram á kjörtímabilinu.

Núna þegar bensín og diesel er komið í himinhæðir í verði væri þá ekki í lagi fyrir ríkisstjórnina að fella niður "Jóns Baldvins skattinn" þ.e. bifreiðagjöldin sem Jón Baldvin setti á og sagði svo eftirminnilega að þessi skattur ætti bara að vera í "eitt ár"

Ennig mætti athuga hvort ríkisstjórnin ætti ekki að fara fremst í flokki í "kreppunni" og leggja af allar utanlandsferðir næstu tvö árin (það er sá tími sem stjórnin hefur sagt þjóðinni að halda bara í sér andanum).

Við kjósendur megum ekki sofa til kosninga!! Við verðum að standa vaktina, stjórn landsins er á launum hjá okkur, ekki við hjá þeim.  Þessi vakt verður að byrja í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband