Að ljúga þjóðina

Evran kostar núna 160.75 isk. samkvæmt skráningu Seðlabanka Íslands, en er skráð hjá Seðlabanka Evrópu á 290 isk.  Hver skyldi nú fara með rétt mál?  

 Í liðinni viku þurfti ég að bregða mér útfyrir Ísland og það fór um mann aulahrollur þegar maður átti leið framhjá gjaldeyristöflum þarna ytra,  íslenska krónan var þarna á meðal annarra gjaldmiðla heimsins, en við okkar íslensku krónu var annaðhvort ---- (punktalína) eða 0 (núll). 

Sumir eru á því að erfiðleikar okkar séu allir ættaðir frá USA, þessir aðilar loka semsagt alveg eigin augum og sjá bara tröllvaxinn fjanda í vestri!  

Er ekki réttara að líta á staðreyndir: 

Bankarnir okkar sem gefnir voru útrásarvíkingum þjóðarinnar, voru búnir að eyða öllum inneignum og í þokkabót búnir að taka lán sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir, heldur ætluðu sér að velta þessu ævintýri áfram með frekari lántöku! 

Alþingi Íslendinga stóð ekki vörð um þjóðina, það gleymdist að setja lög um hversu mikið bankarnir máttu stækka utanlands! 

Og þjóðinni er talið trú um að þetta sé henni að kenna! Trúir almenningur þessu?  Ekki ég!  Og ég er viss um að ef almenningur hefði fengið að vita það að þegar almúginn fékk lán í erlendri mynnt að þegar að greiðslu kæmi þá þyrfti almenningur ekki einungis að standa skil á sínu eigin láni heldur hundruðum milljarða sem kæmi til með að falla á þjóðina!   

Hvenær kemur öll sagan og sannleikurinn frá Alþingi????


mbl.is Evran kostar 160 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki á meðan sama fólkið situr að kötlunum.

Villi Asgeirsson, 5.12.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Skildi Evrópski seðlabankinn kannski hafa haft eitthvað með fallið hérna að gera, kannski ekki ástæðan heldur svona hjálpað til og reynt að gera það dýpra.  Það virðist vera einhver pólitískur undirtónn hjá ESB sem ekki er gott að átta sig á, hvers vegna eigum við kost á flýtimeðferð?  Það er nokkuð víst að það hefur ekkert með gæsku vina okkar í Evrópu að gera það er eitthvað annað sem veldur.

Einar Þór Strand, 5.12.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

ESB hefur viljað okkur inn í mörg ár.

Villi Asgeirsson, 5.12.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Villi já við vitum það, en spurningin er hvers vegna hvaða akkur er í Íslandi, eða hefur þetta eitthvað með stórveldishugmyndir Frakka og Þjóðverja að gera?

Einar Þór Strand, 5.12.2008 kl. 13:31

5 identicon

Hvernig er það, ef við förum í ESB og svo finnst olía á drekasvæðinu...töpum við á því? Spyr sá sem ekki veit.

S (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

afhverju telst þetta vera lýgi ?

ef að þú ferð út í banka í dag, þá kaupir þí evruna á 160 krónur en ekki 290.

þar að leiðandi er hún á 160 krónur.

þú borgar líka af erlendu lánunum þínum miðað við gengi hér á landi, ekki eitthvað gengi sem að er út í heimi.

Árni Sigurður Pétursson, 5.12.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: The Critic

ESB vill fiskinn okkar, um það snýst málið

The Critic, 5.12.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband