Er ekki kominn tími á nýja stjórn?

Já eru þingmenn að vakna? 

Ég var nú bara að hugleiða þetta þegar þeir voru að fara í sitt margramánaðasumarfrí hvernig þeir gætu leyft sér að fara í FRÍ þegar þjóðarskútan væri orðin vélarvana og stefndi með hraðbyr í strand! 

Og Geir harði hann sést ekki svo vikum skiptir, kannski er öll ríkisstjórnin á ferðalagi í útlöndum og veit ekkert hvað er að gerast!  Reyndar búin að ráða til sín "töframann" sem reyndar sagðist ekki vera slíkur, enda bara ráðin til sexmánaða.  Fróðlegt væri að geta verið fluga á vegg á fundum "töframannsins og þess harða". 

En er ekki tími til róttækra aðgerða hér á landi? 

Til dæmis mætti skila fisknum til þjóðarinnar!

Skila þjóðarbönkunum til þjóðarinnar! 

Og kosningar strax að því loknu og hafa hér við stjórn þá sem kosnir eru til slíkra verka en ekki láta þá stjórna áfram sem hafa fengið auðlindir og bankana gefins.

(spurning hvort símasöluna ætti ekki líka að taka til baka?)

Kannski er ég að gleyma einhverju! (en hvernig er annað hægt ég er nú bara íslenskur kjósandi)


mbl.is Vilja að Alþingi verði kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Sigmundsson

Og að mótvægis aðgerðirnar hafa ekki skilað störfum til þess fólks sem misti vinnuna þegar frystihúsunum var lokað í kjölfarið á kvótaskerðingu.

Guðni Sigmundsson, 21.7.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband