Hver segir að ekki megi græða á lágu gengi og hárri verðbólgu?

Landsbankinn skilaði 12 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi!  Þá er heildarhagnaður á fyrri helmingi ársins tæplega 30 milljarðar. 

Ég held að í þessu uppgjöri bankans ættum við Íslendingar að geta fundið svör sem brenna á vörum margra.....

Vegna verðtryggingarinnar má líta á krónuna (hún hefur jú fallið allverulega) og verðbólguna (sem æðir nú upp í hæstu hæðir) sem nokkurs konar "bæti" í fjórðungsuppgjöri Landsbankans.  Á tímum efnahagslegra þrenginga nýtist verðbætir til að drýgja hagnaðinn....  (sem segir... hver hefur verið að halda þessum banka uppi?) það eru engar verðtryggingar á lánum nema á Íslandi. 

Skuldir Landsbankans á gjalddaga á næstu 12 mánuðum er 855 milljónir EVRA, það gerir 108.148.950.000 íslenskar krónur, á gengi dagsins í dag, sem er 9.012.412.500 Íkr. á mánuði.

Lausafjárstaða bankans nemur 7,8 milljörðum EVRA sem er byggt á lausu seljanlegu eignum Landsbankans,

(svei mér þá þeir hugsa bara alveg eins og ég, en ef að kreppti hafði ég einmitt hugsað mér að ég gæti minnkað við mig húsnæði, selt bílinn og kannski eitthvað af lausamunum), nei nei lífið er ekki svo einfalt ef þú ert ekki banki, ég er bara aumur Íslendingur.

Og áherslur Landsbankans til framtíðar, jú einmitt, það sem ég hef áður nefnt í mörgum af mínum blloggum, LEGGJA ÁHERSLU Á INNLÁNASTARFSEMI, ALÞJÓÐLEGA

Þýðir þetta ekki að þegar búið er að mjólka Íslendinginn þá er bara best að snúa sér að öðrum löndum?

Helmingur starfsmanna Landsbankans fær greidd laun í EVRUM, en samt stendur launakostnaður í stað í ÍSLENSKUM KRÓNUM TALIÐ.  (eru lesendur ársfjórðungsuppgjörsins heimskir?)

þetta atriði sannar enn og aftur, að það er eitthvað bogið við það hvað gengið hefur fengið að falla hratt og örugglega í þessu landi, ég hef bloggað um þetta í fyrri bloggum mínum.  Bankarnir voru að gera ársfjórðungsuppgjör sín og þau líta betur út með gengið eins og það er komið í dag, það er engin stjórn í þessu landi!!! Auðmenn landsins stjórna hér með harðri hendi, og svei mér ef ekki á bara kalla þetta græðgi! (margrómuðu kjölfestufjárfestar, ráðherrana sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar, sem gáfu þeim bankana OKKAR!!) 

Og ætlar einhver að halda því fram að hér hafi ekki verið framinn glæpur?

Glæpur sem er enn að gerast?

Hvað á þessi glæpur að fá að vera óáreittur lengi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband