Ég er þreytt íslenskri útlendingadýrkun!

Ættingi minn þurfti að leita til heimilislæknis fyrir stuttu.  En heimilislæknirinn var í sumarfríi, jú það er nú sumar og læknar eiga rétt á sumarfríi eins og aðrir.  Ættingja mínum var boðið að fara til læknis af erlendu bergi sem var á heilsugæslunni líka, Þar sem erindið var brýnt þáði viðkomandi tíma hjá þessum lækni (enda sagði símadaman að erlendi læknirinn skildi íslensku vel), annað kom í ljós þegar á stofuna var komið.  Læknirinn skildi ekki erindið, ættingi minn spurði þennan erlenda lækni hvort ekki væri hægt að fá að tala við lækni þarna, og viti menn erlendi læknirinn sótti íslenskan lækni sem skildi erindið vel, þetta væri eðlilegt ferli.  En erlendi læknirinn var búinn að segja við sjúklinginn að þetta ætti að fara aðra leið í kerfinu. 

Er eðlilegt að bjóða okkur Íslendingum uppá að í okkar eigin heimalandi þurfum við að sætta okkur við það að erlendir aðfluttir einstaklingar séu látnir afgreiða okkur með enga eða litla kunnáttu, hvorki tungumálakunnáttu né kunnáttu í hvernig íslenskt kerfi virkar! 

Hver er stefna okkar í innflytjendamálum? 

Í Bretlandi ætla þeir að hætta að þýða opinbera pappíra og annað slíkt, þeir hafa komist að því að það kemur í veg fyrir að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu.  (og hafa þeir áratugareynslu í innflytjendamálum)

Í Danmörku er ekki hægt að fá vinnu nema tala dönsku, ekki einu sinni vinnu við skúringar. (og hafa þeir áratugareynslu af innflytjendamálum)

Ef við tökum ekki á innflytjendamálum strax, má búast við að vandinn verði ofvaxinn.  Við eigum að gera skýrar kröfur um íslenska tungumálakunnáttu.

Það er engin þjóð í heimi eins undirgefin eins og íslenska þjóðin, hvað innflytjendur varðar, bankar, símafyrirtæki og fleiri hafa jafnvel ráðið til sín sérstaka þjónustufulltrúa til að sinna innflytjendum!

Matvöruverslanir hafa margar hverjar fáa ef nokkra starfsmenn sem tala íslensku!  Hvergi í heiminum er innfæddum sýnd eins mikil óvirðing eins og okkur Íslendingum! 

Sjálfsagt eigum við heimsmet í undirgefni, þegar að innflytjendum kemur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband