Húrra fyrir útgáfu tekjublaða!!!

Já á tímum venjulegs Íslendings í ágúst 2008 er tími til að fagna því að ekki hefur "STÓRBUBBUM" litla Íslandsins míns tekist að loka fyrir útgáfu tekjublaða, þó eru þau háð því að mega einungis vera í sölu í einhverja fáa daga.... undarlegt....

Margir eru hlynntir því að skattskránni verði lokað, þannig að hann Jón í næsta húsi geti ekki séð hvaða tekjur ég hafði mér til framfærslu á s.l. ári.....  Og ganga þar fremstir í skrúðgöngu (skattsvikainnleiðingarinnar) sjálfstæðismenn, sem einatt tala um "einkamál" viðkomandi.... Þar ganga ekki um "venjulegir launþegar" NEI..... þar eru "peningamenn" þjóðarinnar að verki..... sorglegt....... 

Það að hafa skattskránna opna var hugsað sem leið til að uppræta skattsvik!  Þannig að Jón í næsta húsi við mig gæti séð að ég hafi efni á að lifa eins og ég geri!!!!  Ef ég er með tekjur til að lifa svona þá er ekkert að fela....... eða? 

Það finnst þeim í sjálfstæðisflokknum allavega, mér finnst það merkilegt..... en ég er kannski ein um að hafa skoðanir á tekjum einstaklinga.

Við lestur tekjublaða kemur ýmislegt í ljós......

þar er einstaklingur með rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur í tekjur á mánuði... en samt alltaf í fjölmiðlum, að segja frá lífi sínu (án þess að skammast sín, frekar að monnta sig) keyrir um á margra milljóna jeppa, býr í margratugamilljónahæð, óspar á lýsingar frá sumarhúsi sínu á Flórida, og sumarhúsi á Íslandi...  Þessi einstaklingur er ekki að taka þátt í samfélagslegum kostnaði, hvorki gatnakerfi fyrir jeppann, vegakerfinu í sumarhúsið, né nokkru öðru!

Svo má alveg nefna nokkra "fjármagnseigendur" (kannski hafa þeir efnast á gjafakvóta?) þeir greiða ekki krónu til sveitafélagsins, en nota samt alla þjónustu þar!!!!  (skiljanlega vilja sjálfstæðismenn ekki að íbúar þessara sveitafélaga viti að þeir eru með þessa auðkýfinga á framfæri!!! sem nokkurs konar hreppsómaga! þeir voru allavega kallaðir hreppsómagar í gamla daga þeir sem þáðu bara frá hreppnum en skiluðu engu!)

Þegar ákvörðun við að hafa opna skattskrá var gerð var litið svo á að þar færi fram eftirlit með skattsvikum.  Því besta eftirlitið væri jú nágrannar. 

En eitthvað hefur þjóðinni fipast í eftirlitsdansinum, því enginn þorir að tilkynna um svik á opinberum gjöldum lengur!!!

Alveg er ég viss um að þeir eru ekki glaðir með okkur forfeður okkar sem byggðu þetta land.

Og þeir þurftu að berjast fyrir því að skattskráin væri opin!

En hér má helst ekkert eftirlit vera, "ef það snerrtir auðmanninn"......  en þann litla skal skattpína í það endanlega.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband