Ofurlaunin, kaupréttarsamningarnir, skúturnar, einkaþoturnar og útrásin öll.

Þetta er nú alveg merkileg aðgerð..... 84 milljarðar króna, já bara til að redda Glitni, það er alveg merkilegt hvað þeim dettur í hug að gera við skattpeninga okkar sem á þessum kalda klaka búum.

Og hvað tekur svo við?

Kaupþing?

Landsbankinn?

Fyrst fengu þessir útrásagæjar bankana gefins, fóru um víðan völl keyptu skútur, einkaþotur, sumarvillur í útlöndum!  Síðan eigum við skattgreiðendur að bjarga þeim þegar þeir eru búnir að sóa öllu sem hægt er að sóa. 

Ég ætla rétt að vona að það hafi verið skilmálar með þessum 84 milljörðum!  Launamál stjórnenda bankanna hafa ekki verið í neinum takti við raunveruleikann!  Starfsokasamningar sem gerðir hafa verið við stjórnendur eru til skammar!   Eða er verið að henda þarna inn milljörðum til að launasukkið og starfslokasamningar og kaupréttarsamningar geti haldið áfram?  

Verður einhvert eftirlit með starfsemi bankans eftir þessa aðgerð? 

Verða ofurlaun stjórnenda lækkuð?  Ef ekki þá hefði verið betra að leyfa þeim bara að róa alla leið í þrot!  Og nota skattpeninga almennings (sem ekki hefur verið að ferðast um á einkaþotum) til að stofna þjóðarbanka, banka fyrir almenning sem ekki tók þátt í bankaútrásinni!!!  En kemur samt til með að þurfa borga einkaþotuflugfargjaldið fyrir útrásargæjana!!!!!

Eigum við (skattgreiðendur sem eru eigendur 84 milljarðana sem verið er að henda þarna inn) ekki heimtingu á að vita hvort slíkir tugmilljóna samningar eru þarna? 

Eru bankarnir ekki með útibú um víða veröld?  

Bankarnir hafa verið iðnir við að láta vita að Íslendingar hafi skipt litlu máli í bankaviðskiptum því allur hagnaður hafi komið erlendis frá!

Hvers vegna eigum við Íslendingar að vera bjarga banka sem fannst ekkert til íslenskra viðskiptavina koma meðan allt lék í lyndi?

Bankarnir hafa ekki getað boðið Íslendingum sömu lánakjör og þeir hafa verið að bjóða í útlöndum!!

Þarna finnst mér vera gengið einum of langt með ráðstöfun á skattpeningum almennings!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Hefðirðu frekar kosið að þessir 1000 starfsmenn sem vinna hjá Glitni hefðu misst vinnuna?

Eða hefðirðu kosið að inneignir almennings í bankanum hefðu gufað upp?

Er það svo að þessir 84 milljarðar séu týndir frá almenningi að eilífu? Nei, því fer fjarri og það sem meira er er að sennilega mun ríkissjóður græða umtalsvert á þessu. Hlutaféð er keypt á miklu undirverði sem þýðir það að þegar ríkið selur bréfin mun það væntanlega geta selt þau mun dýrara en það keypti þau.

Óttalega eru moggabloggarar heimskir upp til hópa... eða það finnst mér allavega.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 29.9.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: tatum

Ríkisstjórninni hefur verið slétt sama um öll fyrirtækin sem verið hafa að fara á hausinn... og þúsundir hafa misst vinnuna....því að vera að redda svona útrásagæjaeinkaþotnasnobbfyrirtæki?   84 milljarðar eru miklir peningar.

tatum, 29.9.2008 kl. 11:32

3 identicon

Sammála hverju orði í þessum fína pistli, og einnig sammála tatum.

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: María Richter

Nokk það sem ég hef verið að hugsa.  Hvaðan koma peningarnir sem redda drengjunun í Glitni, ekki frá útlöndum.  Ég og þú erum núna að borga.  Skutlum stjórunum á laun sem eru í takti við raunveruleikann og enga starfsloka, starfsbyrjunar samninga nei takk, ég nenni ekki að borga bullið í þessum drengjum.

María Richter, 29.9.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband