Hvað var í huga mínum 29. júlí? Jú bankarnir hver hugsar um annað en banka?

Þetta er bloggið mitt 29.júlí 2008 og hvern hefði grunað að ríkisstjórnin færi alla leið?  þeir eru allavega byrjaðir.....

Hvernig getur ríkissjóður átt að bjarga bönkunum? 

Er ekki eitthvað bogið við það að "einkavæddir" bankar geti fengið ómælda peninga frá ríkissjóði til að bjarga sér frá "gjaldþroti"???

Ekki fáum við óbreyttir þegnar þessa lands slíka þjónustu! 

Eða "venjuleg" fyrirtæki í landinu! 

Eftir lestur Viðskiptablaðsins í dag, þar sem stendur að ríkissjóður gæti þurft að "hjálpa" bönkunum með allt að 3 billjörðum á næstu 3 árum!   (hvað eru mörg núll í billjarði?)

Það þýðir að hvert mannsbarn hjá þjóðinni yrði skuldsett um 10 milljónir! 

Eru þessir menn ekki glæpamenn sem seldu "vel völdum kjölfjárfestum" þjóðarbankana?  

Ég er ansi hrædd um að hjá öðru ríki væru þessir ákvarðanir litnar mjög alvarlegum augum og rannsókn þegar hafin.  Og þeir látnir svara til saka og taka út dóm fyrir aðgerðir sínar, og settir af með skömm!!  En hér tíðkast sú stefna (alveg gagnrýnislaust) að þessir sömu ákvarðanatökumenn "velja" sér bara nýjan stól hjá hinu opinbera!! 

Það er stundum eins og Litla Ísland sé í öðrum heimi þegar kemur að starfsafglöpum hjá ráðherrum þjóðarinnar!  

Þessir sem stjórna þessu landi (og hafa verið við stjórn) eru fyrir löngu búnir að sýna að þeir eru ekki hæfir til að sinna störfum sínum....... Í öðrum löndum þyrfti þetta fólk að segja af sér!

Þegar fólk er ráðið til vinnu og uppfyllir ekki það sem í starfslýsingu stendur, er það látið víkja fyrir öðrum hæfari.

Kjósendur þessa lands höfum þetta í huga þegar við göngum í kjörklefa í framtíðinni, ekki kjósa bara eitthvað, eða það sama og síðast og þarsíðast os.frv. Gerum kröfur til þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram um að starfslýsingu sé framfylgt!  Losum okkur við frændskapinn, klíkuskapinn sem þessi þjóð hefur búið við alltof lengi.  Valdið er hjá okkar í næstu kosningum!

Það er öruggt að skattastefna þjóðarinnar á eftir að versna ef ríkissjóður tekur lán til að bjargar þessum sem fengu að kaupa bankana, 10.000.000,-  á hvert mannsbarn er mikið að greiða af með vöxtum!  Höfum þetta í huga.  Fylgjumst VEL með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Við (litla Gunna og litli Jón þessa lands) komum til með að þurfa greiða lánið til baka með vöxtum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband