Er til lausn á vanda venjulegs Íslendings?

Hvað hafa Íslendingar að gera við að eiga marga milljarða í lífeyrissjóðum? Á meðan verið er að drekkja sama fólki í skuldasúpu!!  Ekki bara að verið sé að taka lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum, heldur eru verðbætur og gengisfall krónunnar að gera útaf við stóran hluta þjóðarinnar! 

Og allir alveg ráðalausir.... gaman væri að heyra um hversu margir eru með háskólagráðu í viðskiptafræði og eða hagfræði hér á landi!  

Ég legg til að við leggjum niður alla lífeyrissjóði landsins NÚNA! Og  þá fjármuni sem í lífeyrissjóðunum eru notaðir til að bjarga þjóðinni!  Ríkið endurgreiðir síðan inná þennan sameignarsjóð landans á sama hátt og þeir ætla að endurgreiða lánið frá AGS. 

Við þessar breytingar myndi síðan skapast réttlæti þannig að allir landsmenn væru jafnir í greiðslum þegar að elliárum kæmi (ráðherrar sem og skúringarkonur).  Sjóður landans (eftirlaunasjóður) væri vistaður í Seðlabanka okkar allra.  Við þessar aðgerðir myndu sparast miklir fjárrmunir, því ekki þyrfti að greiða laun  forstjóra, skrifstofustjóra, framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, og allra þeirra starfsmanna sem lífeyrissjóðirnir mjólka af okkar lífeyrissjóðsgreiðslum.  

Þannig að nú er lag fyrir þingið að fara að gera landið OKKAR að landinu OKKAR.... sleppum því að taka rándýrt lán peningarnir eru til hér og bara hætta þessu lífeyrissjóðarugli.  Einfalt kerfi sem sparar launagreiðslur og skilar þar af leiðandi meiru í sameignarsjóðinn okkar!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband