Er munur á kristinni trú og múslima trú?

Ég hef alltaf reynt að virða trúarskoðanir annarra, í þeirri von um að þeir virði mínar.  Ég er ekki strangtrúuð en hef mína "barnatrú" eins og við Íslendingar (flestir) köllum okkar trú.  Með tilkomu annarra trúarhópa til landsins gefst annað slagið möguleiki á að ræða trú fólks og mismuninn.

Múslimatrú hefur verið mikið umrædd í heiminum undanfarin ár.  Ég varð þeirrar gæfu njótandi að komast í umræðu við strangtrúaðan múslima nýlega, ræddum við trú hvors annars í nokkurn tíma.... honum fannst ekki mikið til koma um hvernig Jesú á að hafa verið getinn (kannski skiljanlegt)(hver er eingetinn?). 

Umræðan fór um víðan völl eins og vill verða um svona málefni.  En það sem mér brá mest við var setningin; myndir þú ekki drepa ef einhver í þinni fjölskyldu væri drepin?  Ég svaraði NEI, því mér myndi ekki líða betur!  Þetta átti minn elskulegi viðmælandi erfitt með að skilja. (ég tók svo dæmi um ef maki minn héldi fram hjá mér liði mér ekki betur ef ég gerði slíkt hið sama).  Hvað ef börnin þín yrðu drepin?  Og svar mitt var NEI! ég færi ekki út að drepa aðra til að réttlæta það....  Og einmitt þarna greindi okkur allverulega á í trúarumræðunni... ég benti honum á að þetta hefði verið stundað á fyrri öldum, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, en í nútímasamfélagi hefðum við einmitt dómskerfi til að dæma í slíkum málum.  En viðmælanda mínum fannst í lagi að drepa ef einhver hefði verið drepinn sem var honum kær......

Er þetta eitthvað sem við þurfum að íhuga? 

Eða er ég ein með þessar áhyggjur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Þú ert ekki ein um að hafa þessar áhyggjur.  Þetta er skelfileg lífsskoðun að drepa.  Það er ekki eingöngu að þeir drepi ef einhver er drepin.  Ekki gleyma sæmdarmorðunum, ef stúlka leyfir sér að fara gegn siðum fjölskyldunnar.  Og þetta er ekki bara að gerast langt langt í burtu, heldur bara hérna í næsta nágrenni við okkur, man eftir tilfellum bæði í Noregi og Svíþjóð.

María Richter, 24.9.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta eru svo sorgleg dæmi og við skiljum þetta ekki. Engan veginn. Tatum, þetta er mjög góð færsla hjá þér og vekur til umhugsunar.

Marta Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband