Lífeyrissjóður, lífeyrissjóður seg þú mér hvernig farið er með féið mitt...

Mér hefur verið hugsað mjög mikið undanfarið um stöðu líferyrissjóða, "okkar landans" og alveg sama hvað ég "hugsa" mikið þá er niðurstaðan alltaf sú sama, þetta er sú mesta féblekking sem yfir okkur gengur! 

Hvað eru margir lífeyrissjóðir á landinu? hvað eru margir "forstjórar, framkvæmdastjórar" ? í þessum lífeyrissjóðum? Hver borgar þeim laun?  Hvað eru þeir með í laun? Hvað gera þeir við skyldulífeyrinn okkar?

Kemur okkur þetta ekkert við? 

Hefur einhver hugsað útí hversu miklir fjármunir renna í lífeyrissjóðakerfið okkar árlega?  10% af öllum tekjum okkar fara í lífeyrissjóðina, tæplega 40% fara í skatta.  Skattgreiðslur okkar fara svo í að greiða skólana, sjúkrahúsin, vegakerfið, þingmannalaunin, (ferðalögin,dagpeningana) sveitarstjórnarlaunin, og ýmislegt sem fólki finnst í lagi að "ríkið" greiði, (en þetta ríki er einmitt skattpeningur almennings), 10% eiga svo að vera ellitrygging okkar, sem er dágóð upphæð svona m.v. hvað hægt er að gera við tæp fjörutíuprósentin!

10% er há upphæð sem rennur um hendur fólks sem er í peningaleik alla daga "hefur engu að tapa" því þessir "forstjórar, framkvæmdastjórar" lífeyrissjóðanna eru alveg gulltryggðir með laun sín og kjör! 

En við eigendur þessa fjármagns sem þarna er verið að "gambla" með?  Hvar er okkar trygging? 

Erum við gulltryggð? 

Eru þessir lífeyrissjóðaforstjórar með starflokasamning?  Ef svo er, hversu háan? (starfslokasamningar í öðrum löndum eru árangurstengdir! (ef tap! þá dettur samningur úr gildi) hvenær förum við að sjá slíka samninga gerða hér á landi?)

Kemur okkur þessir launasamningar við? þegar upp er staðið hver greiðir laun starfsmanna lífeyrissjóðanna?

Þeir aðilar sem ég þekki og eru að fá lífeyrisgreiðslur, eftir áratugainnborgun í sjóðina, eru að fá slíkar lúsargreiðslur að mér er spurn; Hvar eru peningar lífeyrissjóðanna ávaxtaðir? Er eftirlit með störfum þeirra sem fara með þessa fjármuni?  Er einhver ábyrgur?

Heyrði um daginn að ýmsir lífeyrissjóðir hefðu fjárfest í FL Group!  Ef það er satt hafa þeir lífeyrissjóðir verið að henda peningum sem "aðrir eiga" útum gluggan.  Væri ekki rétt að fara fram á rannsókn á hvort satt sé?

Kannski fá "lífeyrissjóðayfirmenn" þessa lands far með einkaþotum? fyrir að vera svo rausnarlegir við að  fjármagna útrás?

Hver er skoðun ykkar bloggara á lífeyrissjóðum okkar?

Eigum við ekki rétt á að vita hver eru laun starfsmanna sjóðanna?

Eru starfslokasamningar í gangi? ef svo er hversu háir?

Hvar er verið að ávaxta peningana okkar?

Eða kemur okkur þetta ekki við?

Er ég ein um að hafa þessar áhyggjur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta eru alveg réttmætar vangaveltur og áhyggjur hjá þér Tatum. Það er í rauninni furðulegt að það skuli ekki vera meiri umræða um þessi mál.  Þetta er eitt af því fáa, sem verkalýðs og atvinnurekendur eru alveg sammála um, enda sitja þeir með þennan gullpott á milli sín og stýra því hvernig er farið með alla þessa milljarða, sem þarna streyma inn.  Þessu til viðbótar eru svo séreignarsjóðirnir, sem settir voru á laggirnar fyrir ekki svo löngu síðan. Strax á eftir varð ekki friður á nokkrum einasta vinnustað fyrir sléttgreiddum hvítflibbastrákum, sem vildu endilega fá fundi með starfsfólkinu til að kynna því þessi ,,réttindi" sín.  Jú, þetta áttu sko að vera þínir prívat peningar og einkasjóður. En hvað kom í ljós. Greiðslur úr þessum ,,einkasjóðum" skertu bótagreiðslur og báru líka tekjuskatt. Það er þó rétt að taka það fram að eitthvað er verið að laga óréttlætið varðandi skerðingu bóta.  Já, bankarnir vissu vel að það gat borgað sig að gera út nokkra stráka til að smala þessu fé saman til að nota í útrásina.

Þórir Kjartansson, 19.7.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband