Eru Íslendingar undirgefin þjóð?

Ég er á því að Íslendingar eigi að  fara að gera meiri kröfur, já eins og Danir gera, einfalt mál, þú talar tungumálið, og þá færðu vinnu!  Ef ekki þá lærir þú tungumálið á þínum tíma og peningum! 

Þar sem ég vinn, vinna nokkrir útlendingar, þeir tala nokkuð góða íslensku, sem segir mér að íslenskan sé ekki eins erfitt tungumál eins og margur Íslendingurinn vill halda fram! 

Mér finnst það hins vegar megn dónaskapur þegar útlendingarnir sem vinna með mér fara að tala sitt tungumál sín á milli í kaffitíma.....

Hvað er málið? 


Fyrir hverja eru bankarnir?

Ég held að því sé fljótsvarað, fyrir hluthafa bankanna ! 

Nú hafa bankarnir komið frá sér öðruársfjórðungsuppgjöri sínu, sem "venjulegir" launþegar hafa fengið að finna fyrir. 

Það að fella gengi íslensku krónunnar, verðbólgu í hámark, náðist líka þessi glimmmmrandi fína útkoma fyrir bankana, bönkunum tókst að sýna útlöndum að bankarnir eru bara í fínustu málum.... eða eru þeir það?? 

Ársreikningar eiga að segja til um stöðu fyrirtækja, en þeir sem eitthvað hafa komið nálægt bókhaldi vita að hver færsla skiptir máli, því það geta verið nokkrir möguleikar á sumum færslum og að sjálfsögðu reynir bókarinn að finna hagkvæmustu færsluna hverju sinni, ef bókara yfirsést, þá er alltaf endurskoðandinn sem leitar að hagkvæmasta staðnum í bókhaldinu hverju sinni..... 

Og hverjir eru það sem eiga þess kost að fá að breyta sínum lánum í bankanum, áður en svona bankafellagengiðhækkaverðbólgukeðja fór af stað? 

Jú það eru þeir aðilar sem hefur verið færður auður (í mörgum tilfellum sameiginlegur auður þjóðarinnar) þeir einir eru ekki látnir tapa á því að bankarnir þurfa að fara í aðgerðir hérlendis, til að halda lúkkinu erlendis, eru þeir eru ekki látnir vita af svona aðgerðum, færa þeir einfaldlega viðskipti sín erlendis, ef þeir eru ekki þegar búnir að því..  Litla Gunna og litli Jón eiga ekki kost á svona kjörum, nei nei, þau þurfa að búa við það sem eftir er af lánstíma sínum að verðbætur eru komnar á lánin þeirra til að vera.....

En mér finnst undarlegt að bankarnir voru í svo miklum erfiðleikum, að til stóð að taka erlent lán uppá 500 milljarða, en eftir að verðbólgan komst í ca. 15% og gengið féll um ca. 40% þá voru þeir hólpnir! 

Er ég ein um að finnast þetta loðið dæmi? 

Allavega finnst mér þetta bæði loðið og lúalegt


Húrra fyrir útgáfu tekjublaða!!!

Já á tímum venjulegs Íslendings í ágúst 2008 er tími til að fagna því að ekki hefur "STÓRBUBBUM" litla Íslandsins míns tekist að loka fyrir útgáfu tekjublaða, þó eru þau háð því að mega einungis vera í sölu í einhverja fáa daga.... undarlegt....

Margir eru hlynntir því að skattskránni verði lokað, þannig að hann Jón í næsta húsi geti ekki séð hvaða tekjur ég hafði mér til framfærslu á s.l. ári.....  Og ganga þar fremstir í skrúðgöngu (skattsvikainnleiðingarinnar) sjálfstæðismenn, sem einatt tala um "einkamál" viðkomandi.... Þar ganga ekki um "venjulegir launþegar" NEI..... þar eru "peningamenn" þjóðarinnar að verki..... sorglegt....... 

Það að hafa skattskránna opna var hugsað sem leið til að uppræta skattsvik!  Þannig að Jón í næsta húsi við mig gæti séð að ég hafi efni á að lifa eins og ég geri!!!!  Ef ég er með tekjur til að lifa svona þá er ekkert að fela....... eða? 

Það finnst þeim í sjálfstæðisflokknum allavega, mér finnst það merkilegt..... en ég er kannski ein um að hafa skoðanir á tekjum einstaklinga.

Við lestur tekjublaða kemur ýmislegt í ljós......

þar er einstaklingur með rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur í tekjur á mánuði... en samt alltaf í fjölmiðlum, að segja frá lífi sínu (án þess að skammast sín, frekar að monnta sig) keyrir um á margra milljóna jeppa, býr í margratugamilljónahæð, óspar á lýsingar frá sumarhúsi sínu á Flórida, og sumarhúsi á Íslandi...  Þessi einstaklingur er ekki að taka þátt í samfélagslegum kostnaði, hvorki gatnakerfi fyrir jeppann, vegakerfinu í sumarhúsið, né nokkru öðru!

Svo má alveg nefna nokkra "fjármagnseigendur" (kannski hafa þeir efnast á gjafakvóta?) þeir greiða ekki krónu til sveitafélagsins, en nota samt alla þjónustu þar!!!!  (skiljanlega vilja sjálfstæðismenn ekki að íbúar þessara sveitafélaga viti að þeir eru með þessa auðkýfinga á framfæri!!! sem nokkurs konar hreppsómaga! þeir voru allavega kallaðir hreppsómagar í gamla daga þeir sem þáðu bara frá hreppnum en skiluðu engu!)

Þegar ákvörðun við að hafa opna skattskrá var gerð var litið svo á að þar færi fram eftirlit með skattsvikum.  Því besta eftirlitið væri jú nágrannar. 

En eitthvað hefur þjóðinni fipast í eftirlitsdansinum, því enginn þorir að tilkynna um svik á opinberum gjöldum lengur!!!

Alveg er ég viss um að þeir eru ekki glaðir með okkur forfeður okkar sem byggðu þetta land.

Og þeir þurftu að berjast fyrir því að skattskráin væri opin!

En hér má helst ekkert eftirlit vera, "ef það snerrtir auðmanninn"......  en þann litla skal skattpína í það endanlega.....


Er tími dónaskapar stjórnmálamanna að lokum kominn? Vonandi förum við að fá svör sem við eigum skilið.. við borgum þeim launin!

Hvað er að í stjórnmálum á Íslandi í dag?   Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum "hlaupa" í fýlu undan fjölmiðlafólki...  Því ber að fagna að fjölmiðlar eru farnir að vinna vinnu sína, því mér hefur fundist alltof vægt tekið á stjórnmálamönnum þessa lands til áratuga!!!!

Og fræg er orðin sú setning "þú svarar bara eins og stjórnmálamaður" þegar ekkert svar kemur.....

En hvað er það sem stjórnmálamenn í dag hafa að fela??? 

það hlýtur að vera allnokkuð!

því að öðrum kosti myndu þeir ekki hlaupa allir undan spurningum... með mismiklum dónaskap... ja allavega dónaskap við okkur kjósendur.... og það erum við kjósendur sem borgum þeim laun!!! en þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því!!!!


mbl.is Umdeildur útvarpsþáttur kominn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á nýjan stýrivaxtasjóra á Íslandi???

Já það er engin Davíð Dráttarvaxtason, í stjórn seðlabanka bandaríkjanna....  2% stýrivextir....

þarf að segja eitthvað meira.....

ég held ekki, þeir eru allavega ekki að þóknast peningafólkinu í landi dollarans, sem margir bölsóta!!!!!! 

Hér á landi snýst peningastefnan hins vegar um það að þóknast sem allra, allra best þeim sem eru að ávaxta peninga sína, ekki þeim sem eru að reyna að eignast eitthvað, á venjulegum launataxta!!!!  Og það án þess að vera með milljóna starflokasamning....

Löglegt en siðlaust......eins og Vilmundur Gylfason orðaði það.

(Vilmundur Gylfason (fæddur 7. ágúst 1948, látinn 19. júní 1983) var íslenskur stjórnmálamaður, bókmennta- og sagnfræðingur, og skáld. Hann var sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Vilmundur var umdeildur í íslenskri þjóðmálaumræðu enda var hann stóryrtur um það sem hann taldi vera úrelt og spillt flokkakerfi á Íslandi og bitlausa gagnrýni fjölmiðla. Vilmundur starfaði á seinni hluta áttunda áratugsins innan Alþýðuflokksins en sagði sig úr flokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.)


mbl.is Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opna eftir helgi!

Ég er að hugsa um að í þessari stöðu, ja þá væri nú kannski best að skipta bara um kennitölu! 

Er það í boði fyrir "einstakling" eins og mig?  Það væri nú bara hrein snilld.

Á morgun byrjar nýr dagur, og ég með nýja kennitölu. 

Bara hrein snilld!

Ef ég væri nú bara eins og eitt stykki fyrirtæki!

Af hverju datt mér ekki í hug, þegar góðærið gekk yfir að gera mig að fyrirtæki?

Þá væri ég í góðum málum, skuldirnar skildar eftir og ég tek bara það góða með mér í kreppuna.

 


Á maður ekki að geta treyst lækni?

Stundum birtast fréttir á mbl....is, þar sem ekki er gefinn kostur á að blogga um fréttina. 

Mér finnst það skiljanlegt. 

Þar sem um dauðsfall er um að ræða. 

En ég sé mér ekki fært annað en að blogga um þessa frétt, þó það sé ekki í boði. 

Barnið lést á leið á sjúkrahús! 

Foreldrar búnir að fara tvisvar með barnið til læknis! 

Ég hef lengi haldið því fram að við búum við langbesta heilbrigðiskerfi í heimi, ef við þurfum ekki á því að halda! 

Þegar barnið mitt var eins og hálfs árs, fór ég með barnið til læknis, (landspítalann þar sem þetta var á föstudegi og búið að loka öllum barnalæknastofum).  

Barnið var veikt, með 41,5 stiga hita, ég var send með barnið heim og sagt að hafa það hvorki í fötum né sæng!  Og hringdu svo í okkur kl. 10 í fyrramálið..... sem ég og gerði, og á hinni línunni var læknir sem sagði mér að koma STRAX með barnið það væri eitthvað að því!  Ég var búin að segja læknunum það deginum áður, en þá var ég meðhöndluð sem móðursjúk kjédling..... Barnið var lagt inn með lungnabolgu og það í júlímánuði!  

Og svo var barnið útskrifað.  

5 mánuðum seinna greindist barnið með alvarlegan sjúkdóm, sem leggst á lungun, og flestir deyja vegna lungnabólgu!  Í mörg ár hef ég reynt að fá svör við því hvort rétt sjúkdómsgreining hafi átt sér stað þegar ég mætti með barnið, þegar hitinn var 41,5 stig? 

En engin svör fengið.

Á maður ekki að geta treyst því að maður sé í góðum höndum þegar til læknis er farið?

 

 

 


Löglegt.... en siðlaust!

Í nokkur ár hefur orðið á vegi mínum, í mínu daglega lífi, eldri maður, hann hefur sitt lifibrauð af eftirlaunum, vann allt sitt líf (vinnulíf) hörðum höndum, sá fyrir sér og sínum.  Stundum spjöllum við um veðrið, en stundum er umræðan á alvarlegri nótum, undanfarið höfum við átt spjall um efnahagsmálin..

Kreppuna...

 Einn daginn þóttist ég vera nokkuð gáfuð og sagði: er þetta ekki bara eins og kreppan sem gekk yfir landið 1967-1968? (ég ætla að taka það fram að á þessum árum var ég barn að leika mér að dúkkulísum)  Sá gamli svaraði mér:

NEI, þetta er miklu alvarlegra núna! 

Og í haust á þjóðin eftir að finna fyrir því!  Þegar kreppan var 1967-1968 voru ekki ungir menn að flytja peninga þjóðarinnar úr landi, menn sem hafa ekki hug á því að eyða ævinni á Íslandi, standa með sinni þjóð í blíðu og stríðu! 

Heldur eru í sínum eigin peningaleik og þjóðinni á eftir að blæða lengi eftir þennan leik.

 

Ég er búin að vera í nokkuð þungum þönkum eftir þetta alvarlega spjall.

 

Ég hef líka tekið eftir því að gamli maðurinn hefur elst mikið á stuttum tíma, það sér á honum.

 

Suma daga velti ég því fyrir mér hversu illa peningaleikur fermingadrengjanna (auðmanna landsins eins og þeir eru kallaðir í fjölmiðlum) fer með þá sem byggðu þetta land!

 

Fólkið sem komið er á eftirlaun eftir ævistritið og horfir nú uppá hvernig farið er með þjóðarauðinn! Og fyrirtækin! 

 

Og svo koma þeir hver á eftir öðrum í fjölmiðlum, þessi var að kaupa þotu!

Þessi var að kaupa íbúð á Manhattan!

Þessi var að kaupa fyrirtæki í útlöndum!

Þessi var að stofna fríblað í útlöndum!

 

Allt að gerast í útlöndum!

 

Sjálfsagt á betri kjörum en á Íslandi!..... eða?

 

Fyrir hvaða peninga?

  

Hver ætlar að byggja þetta land þegar allt (fjármagn) er horfið héðan?

 

Kannski verður þjóðin að hverfa aftur til fyrri alda og taka hér upp sjálfsþurftarbúskap? 

Ég sé ekki að útrásadrengir þjóðarinnar ætli að skilja eitthvað eftir hér á landi!

 

Það er enginn fiskur í eigu þjóðarinnar! (fáir sérútvaldir af alþingi braska nú með fiskinn)

 

Bankarnir eru ekki þjóðareign lengur! (sérútvaldir menn af gjafmildi alþingis braska nú með peninga þjóðarinnar)

 

Síminn og flutningsnet var selt! (einokun á þjónustu á hendi sérvalinna gjöf frá alþingi)

 

Heilbrigðiskerfið á a einkavæða!  (sérvalið af alþingi)

 

Lífeyrissjóðir landans eru stjórnlausir (ekkert eftirlit með rekstrinum)

 

Alþingi virðist ofurselt auðmönnum! (Þingið sá til þess að skilja þjóðina eftir eignalausa)

 

Ég man þá tíð að fiskur var á borðum landsmanna a.m.k. 5 daga í viku (var ódýr) en eftir að Alþingi GAF fáeinum sérvöldum vinum og vandamönnum fiskinn í sjónum við landið hefur fiskur orðið að LÚXUS sem aðeins hinir efnameiri hafa efni á að veita sér! 

Ég man líka eftir því að á flestum heimilum var ein fyrirvinna, og sunnudagsmatur á heimilum!

Það heyrir sögunni til.....

Hvað er eftir? 

 

Er ég ein um að hafa áhyggjur (ásamt mínum gamla vini)? 

Sem ég hef ekki séð í rúma viku! 

Ég sakna hans.

  

Fólkið sem við borgum launin hjá "vilja" ekki óþægilegar spurningar! Hvern ætlar þú að kjósa næst?

Heyrðu mig Helgi Seljan, ég er hingað kominn til að ræða borgarmál!  (Ólafur borgarstjóri í kastljósi) 

Ég er alltaf að fá það staðfest að stjórnmálamenn eru alveg vissir um það að kjósendur eru FÍFL! 

þeir svara ekki  spurningum bara ræða það sem þeir vilja ræða..... og ekki vera að spyrja óþægilegra spurninga!!!!! 

Ég tek ofan fyrir Helga hann krafðist, krafðist og krafðist svara... en án árangurs! (hann reyndi þó)

Ég gat ekki heyrt að  Helgi hafi verið að spyrja  einhvers utan sviðs borgarstjóra!   (en ekki "réttu" spurninganna að mati borgarstjóra)

Það er bara komin upp sú staða að þeir sem eru á launum hjá okkur (kosnir til ýmissa verka) geta ekki svarað spurningum fjölmiðlafólks. (en það hefur lengi verið við lenska að stjórnmálamenn komast upp með það að hafa okkur að fíflum!!!)  (Væri ekki búið að láta þetta fólk taka pokann sinn á hinum almenna vinnumarkaði?)

Er ekki kominn tími til að við förum að krefjast þess að fólk sem býður sig fram til að stjórna hér á landi fari að sýna okkur ferilskrá með meðmælendum (sem kjósendur gætu kannað sannleiksgildi).

Er ekki kominn tími á að kjaftaskar í kosningabaráttu hætti að ná hér völdum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir okkur íbúa þessa lands!

Það er alveg öruggt að sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fremja eigið sjálfsmorð með samstarfi með Ólafi F. (núverandi utanflokksmanni, fyrrverandi sjálfstæðismanni og hver veit hvaða flokks-næst?) (ó mæ god kannski verður farið í árnavestmanneyjingsmálviðmigútafþessumskoðunummínum)

En sem Reykvíkingi, sem þorir að ganga miðbæinn að nóttu sem degi (ólst þar upp að hluta) finnst vanta líf, fagna Listaháskóla á þessum stað (þekki það af eigin reynslu, að ekki eru margir Listaháskólanemar á bíl, þessi skóli er ekki VERSLÓ, þannig að bílaumferð eykst ekki, en mannlífið auðgast, og ekki veitir af!). En um að gera að varðveita sem flest KOFA sem engum gagnast (og komandi kynslóðir eiga eftir að hlægja af).  Og selja á sama tíma virðuleg hús á kofaverði!!! 

Ég er allavega með það á hreinu, að í komandi kosningum kýs ég ekki kofakaupendur að Laugavegi 4-6!

Það má alveg byggja Laugaveginn upp!  Þannig að hann sé nýtanlegur nútímasamfélagi , við þurfum ekki að binda okkur við kreppubyggingar sem byggðar voru  af litlum efnum,  á kreppurtímum.  Ég get alveg fullyrt það að ef fjármagnið hefði verið til staðar hjá forfeðrum okkar  þá liti Laugavegurinn út eins og miðborg, Prag, London, París, New York eða aðrar miðborgir.  En það er ekki von um neinar breytingar á þessu á meðan "misvitrir menn" fá að stjórna hér til ríkis og borgar eins og gert er!!!!! Allaveg ekki á meðan kjósendur fara ekki að gera meiri kröfur til frambjóðenda!!!  


Hver segir að ekki megi græða á lágu gengi og hárri verðbólgu?

Landsbankinn skilaði 12 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi!  Þá er heildarhagnaður á fyrri helmingi ársins tæplega 30 milljarðar. 

Ég held að í þessu uppgjöri bankans ættum við Íslendingar að geta fundið svör sem brenna á vörum margra.....

Vegna verðtryggingarinnar má líta á krónuna (hún hefur jú fallið allverulega) og verðbólguna (sem æðir nú upp í hæstu hæðir) sem nokkurs konar "bæti" í fjórðungsuppgjöri Landsbankans.  Á tímum efnahagslegra þrenginga nýtist verðbætir til að drýgja hagnaðinn....  (sem segir... hver hefur verið að halda þessum banka uppi?) það eru engar verðtryggingar á lánum nema á Íslandi. 

Skuldir Landsbankans á gjalddaga á næstu 12 mánuðum er 855 milljónir EVRA, það gerir 108.148.950.000 íslenskar krónur, á gengi dagsins í dag, sem er 9.012.412.500 Íkr. á mánuði.

Lausafjárstaða bankans nemur 7,8 milljörðum EVRA sem er byggt á lausu seljanlegu eignum Landsbankans,

(svei mér þá þeir hugsa bara alveg eins og ég, en ef að kreppti hafði ég einmitt hugsað mér að ég gæti minnkað við mig húsnæði, selt bílinn og kannski eitthvað af lausamunum), nei nei lífið er ekki svo einfalt ef þú ert ekki banki, ég er bara aumur Íslendingur.

Og áherslur Landsbankans til framtíðar, jú einmitt, það sem ég hef áður nefnt í mörgum af mínum blloggum, LEGGJA ÁHERSLU Á INNLÁNASTARFSEMI, ALÞJÓÐLEGA

Þýðir þetta ekki að þegar búið er að mjólka Íslendinginn þá er bara best að snúa sér að öðrum löndum?

Helmingur starfsmanna Landsbankans fær greidd laun í EVRUM, en samt stendur launakostnaður í stað í ÍSLENSKUM KRÓNUM TALIÐ.  (eru lesendur ársfjórðungsuppgjörsins heimskir?)

þetta atriði sannar enn og aftur, að það er eitthvað bogið við það hvað gengið hefur fengið að falla hratt og örugglega í þessu landi, ég hef bloggað um þetta í fyrri bloggum mínum.  Bankarnir voru að gera ársfjórðungsuppgjör sín og þau líta betur út með gengið eins og það er komið í dag, það er engin stjórn í þessu landi!!! Auðmenn landsins stjórna hér með harðri hendi, og svei mér ef ekki á bara kalla þetta græðgi! (margrómuðu kjölfestufjárfestar, ráðherrana sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar, sem gáfu þeim bankana OKKAR!!) 

Og ætlar einhver að halda því fram að hér hafi ekki verið framinn glæpur?

Glæpur sem er enn að gerast?

Hvað á þessi glæpur að fá að vera óáreittur lengi?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband