Löglegt.... en siðlaust!

Í nokkur ár hefur orðið á vegi mínum, í mínu daglega lífi, eldri maður, hann hefur sitt lifibrauð af eftirlaunum, vann allt sitt líf (vinnulíf) hörðum höndum, sá fyrir sér og sínum.  Stundum spjöllum við um veðrið, en stundum er umræðan á alvarlegri nótum, undanfarið höfum við átt spjall um efnahagsmálin..

Kreppuna...

 Einn daginn þóttist ég vera nokkuð gáfuð og sagði: er þetta ekki bara eins og kreppan sem gekk yfir landið 1967-1968? (ég ætla að taka það fram að á þessum árum var ég barn að leika mér að dúkkulísum)  Sá gamli svaraði mér:

NEI, þetta er miklu alvarlegra núna! 

Og í haust á þjóðin eftir að finna fyrir því!  Þegar kreppan var 1967-1968 voru ekki ungir menn að flytja peninga þjóðarinnar úr landi, menn sem hafa ekki hug á því að eyða ævinni á Íslandi, standa með sinni þjóð í blíðu og stríðu! 

Heldur eru í sínum eigin peningaleik og þjóðinni á eftir að blæða lengi eftir þennan leik.

 

Ég er búin að vera í nokkuð þungum þönkum eftir þetta alvarlega spjall.

 

Ég hef líka tekið eftir því að gamli maðurinn hefur elst mikið á stuttum tíma, það sér á honum.

 

Suma daga velti ég því fyrir mér hversu illa peningaleikur fermingadrengjanna (auðmanna landsins eins og þeir eru kallaðir í fjölmiðlum) fer með þá sem byggðu þetta land!

 

Fólkið sem komið er á eftirlaun eftir ævistritið og horfir nú uppá hvernig farið er með þjóðarauðinn! Og fyrirtækin! 

 

Og svo koma þeir hver á eftir öðrum í fjölmiðlum, þessi var að kaupa þotu!

Þessi var að kaupa íbúð á Manhattan!

Þessi var að kaupa fyrirtæki í útlöndum!

Þessi var að stofna fríblað í útlöndum!

 

Allt að gerast í útlöndum!

 

Sjálfsagt á betri kjörum en á Íslandi!..... eða?

 

Fyrir hvaða peninga?

  

Hver ætlar að byggja þetta land þegar allt (fjármagn) er horfið héðan?

 

Kannski verður þjóðin að hverfa aftur til fyrri alda og taka hér upp sjálfsþurftarbúskap? 

Ég sé ekki að útrásadrengir þjóðarinnar ætli að skilja eitthvað eftir hér á landi!

 

Það er enginn fiskur í eigu þjóðarinnar! (fáir sérútvaldir af alþingi braska nú með fiskinn)

 

Bankarnir eru ekki þjóðareign lengur! (sérútvaldir menn af gjafmildi alþingis braska nú með peninga þjóðarinnar)

 

Síminn og flutningsnet var selt! (einokun á þjónustu á hendi sérvalinna gjöf frá alþingi)

 

Heilbrigðiskerfið á a einkavæða!  (sérvalið af alþingi)

 

Lífeyrissjóðir landans eru stjórnlausir (ekkert eftirlit með rekstrinum)

 

Alþingi virðist ofurselt auðmönnum! (Þingið sá til þess að skilja þjóðina eftir eignalausa)

 

Ég man þá tíð að fiskur var á borðum landsmanna a.m.k. 5 daga í viku (var ódýr) en eftir að Alþingi GAF fáeinum sérvöldum vinum og vandamönnum fiskinn í sjónum við landið hefur fiskur orðið að LÚXUS sem aðeins hinir efnameiri hafa efni á að veita sér! 

Ég man líka eftir því að á flestum heimilum var ein fyrirvinna, og sunnudagsmatur á heimilum!

Það heyrir sögunni til.....

Hvað er eftir? 

 

Er ég ein um að hafa áhyggjur (ásamt mínum gamla vini)? 

Sem ég hef ekki séð í rúma viku! 

Ég sakna hans.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband