Á maður ekki að geta treyst lækni?

Stundum birtast fréttir á mbl....is, þar sem ekki er gefinn kostur á að blogga um fréttina. 

Mér finnst það skiljanlegt. 

Þar sem um dauðsfall er um að ræða. 

En ég sé mér ekki fært annað en að blogga um þessa frétt, þó það sé ekki í boði. 

Barnið lést á leið á sjúkrahús! 

Foreldrar búnir að fara tvisvar með barnið til læknis! 

Ég hef lengi haldið því fram að við búum við langbesta heilbrigðiskerfi í heimi, ef við þurfum ekki á því að halda! 

Þegar barnið mitt var eins og hálfs árs, fór ég með barnið til læknis, (landspítalann þar sem þetta var á föstudegi og búið að loka öllum barnalæknastofum).  

Barnið var veikt, með 41,5 stiga hita, ég var send með barnið heim og sagt að hafa það hvorki í fötum né sæng!  Og hringdu svo í okkur kl. 10 í fyrramálið..... sem ég og gerði, og á hinni línunni var læknir sem sagði mér að koma STRAX með barnið það væri eitthvað að því!  Ég var búin að segja læknunum það deginum áður, en þá var ég meðhöndluð sem móðursjúk kjédling..... Barnið var lagt inn með lungnabolgu og það í júlímánuði!  

Og svo var barnið útskrifað.  

5 mánuðum seinna greindist barnið með alvarlegan sjúkdóm, sem leggst á lungun, og flestir deyja vegna lungnabólgu!  Í mörg ár hef ég reynt að fá svör við því hvort rétt sjúkdómsgreining hafi átt sér stað þegar ég mætti með barnið, þegar hitinn var 41,5 stig? 

En engin svör fengið.

Á maður ekki að geta treyst því að maður sé í góðum höndum þegar til læknis er farið?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband