Að ljúga þjóðina

Evran kostar núna 160.75 isk. samkvæmt skráningu Seðlabanka Íslands, en er skráð hjá Seðlabanka Evrópu á 290 isk.  Hver skyldi nú fara með rétt mál?  

 Í liðinni viku þurfti ég að bregða mér útfyrir Ísland og það fór um mann aulahrollur þegar maður átti leið framhjá gjaldeyristöflum þarna ytra,  íslenska krónan var þarna á meðal annarra gjaldmiðla heimsins, en við okkar íslensku krónu var annaðhvort ---- (punktalína) eða 0 (núll). 

Sumir eru á því að erfiðleikar okkar séu allir ættaðir frá USA, þessir aðilar loka semsagt alveg eigin augum og sjá bara tröllvaxinn fjanda í vestri!  

Er ekki réttara að líta á staðreyndir: 

Bankarnir okkar sem gefnir voru útrásarvíkingum þjóðarinnar, voru búnir að eyða öllum inneignum og í þokkabót búnir að taka lán sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir, heldur ætluðu sér að velta þessu ævintýri áfram með frekari lántöku! 

Alþingi Íslendinga stóð ekki vörð um þjóðina, það gleymdist að setja lög um hversu mikið bankarnir máttu stækka utanlands! 

Og þjóðinni er talið trú um að þetta sé henni að kenna! Trúir almenningur þessu?  Ekki ég!  Og ég er viss um að ef almenningur hefði fengið að vita það að þegar almúginn fékk lán í erlendri mynnt að þegar að greiðslu kæmi þá þyrfti almenningur ekki einungis að standa skil á sínu eigin láni heldur hundruðum milljarða sem kæmi til með að falla á þjóðina!   

Hvenær kemur öll sagan og sannleikurinn frá Alþingi????


mbl.is Evran kostar 160 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til lausn á vanda venjulegs Íslendings?

Hvað hafa Íslendingar að gera við að eiga marga milljarða í lífeyrissjóðum? Á meðan verið er að drekkja sama fólki í skuldasúpu!!  Ekki bara að verið sé að taka lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum, heldur eru verðbætur og gengisfall krónunnar að gera útaf við stóran hluta þjóðarinnar! 

Og allir alveg ráðalausir.... gaman væri að heyra um hversu margir eru með háskólagráðu í viðskiptafræði og eða hagfræði hér á landi!  

Ég legg til að við leggjum niður alla lífeyrissjóði landsins NÚNA! Og  þá fjármuni sem í lífeyrissjóðunum eru notaðir til að bjarga þjóðinni!  Ríkið endurgreiðir síðan inná þennan sameignarsjóð landans á sama hátt og þeir ætla að endurgreiða lánið frá AGS. 

Við þessar breytingar myndi síðan skapast réttlæti þannig að allir landsmenn væru jafnir í greiðslum þegar að elliárum kæmi (ráðherrar sem og skúringarkonur).  Sjóður landans (eftirlaunasjóður) væri vistaður í Seðlabanka okkar allra.  Við þessar aðgerðir myndu sparast miklir fjárrmunir, því ekki þyrfti að greiða laun  forstjóra, skrifstofustjóra, framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, og allra þeirra starfsmanna sem lífeyrissjóðirnir mjólka af okkar lífeyrissjóðsgreiðslum.  

Þannig að nú er lag fyrir þingið að fara að gera landið OKKAR að landinu OKKAR.... sleppum því að taka rándýrt lán peningarnir eru til hér og bara hætta þessu lífeyrissjóðarugli.  Einfalt kerfi sem sparar launagreiðslur og skilar þar af leiðandi meiru í sameignarsjóðinn okkar!!!!

 


Eru öryrkjar öryrkjar?

Þegar ég var 19 ára lenti ég í bílslysi, eftir slysið þurfti ég að læra að ganga í annað sinn á ævinni og í kjölfar þess þurfti ég að beita líkama mínum á annan veg en ég var vön.  Mér var sagt að ég væri öryrki og yrði að temja mér aðra lífshætti........ ÉG SAGÐI NEI ég er ekki öryrki og hef unnið fyrir  mér  síðan (en ég finn ennþá að ég get ekki gert ýmislegt, en hef alltaf verið viss um að geta séð mér farborða sem og ég hef gert).  Ástæða þess að ég ákvað að blogga um þetta er sú að sumir bloggarar hafa greinilega ekkert fyrir stafni svo dögum skiptir.  Getur verið að þegar síðasta atvinnuleysistímabil reið yfir íslensku þjóðina hafi litið betur út í alþjóðlegum skýrslum að skrá fólk sem öryrkja frekar en atvinnulausa?  (Ég persónulega þekki fólk sem gæti alveg unnið störf sem ég hef unnið undanfarin ár en kýs frekar að vera á örorku).  Hafði íslenska þjóðin þörf fyrir allt þetta erlenda vinnuafl ? (á góðæristíma íslendinga) sem nú flýja land í umvörpum?  Hefur einhver hugsað útí það að á meðan góðærið geysaði yfir okkur þá var mjög dulið atvinnuleysi í landinu!!!!! Þúsundir manna í skóla og aðrar þúsundir sem þáðu örorkubætur... Er ekki kominn tími á að virkja VINNANDI fólk í þessu landi? Þannig að við séum ekki alltaf þau sömu sem tökum á okkur vinnuna.... skattana..... skyldurnar.......   allavega er þetta fólk sem er á blogginu pennafært það mætti nýta í blaðaútgáfu í stað þess að hafa þetta fólk heima á launum hjá okkur skattgreiðendum...... 

Allavega sýnist mér að vinnsælustu bloggararnir séu ekki launþegar........ (ef þetta á ekki við rök að styðjast er opið fyrir komment.)


Er munur á nafnleynd og lokuðu athugasemda bloggi?

 

Hvernig stendur á því að í svonefndri "áttu" séu bloggarar sem ekki gafa kost á andsvari????  Heldur geta gasprað þar um án nokkurrar  athugasemda???? 

Svar óskast.......Hver stjórnar þessu???  Og komið með spurningar eins og þessi fyrir neðan hjá ágætri (ekki að ég þekki hana) Guðbjörgu Hildi Kolbeins...  Ég hef þá skoðun að ef moggabloggi finnst að draga eigi einhverja í áttuna sína þá sé það lágmark að það séu aðilar sem "þoli" andsvar við skoðunum sínum.   Og svo er fólk að agnúast útí fólk sem er í nafnleynd.

 

.10.2008 | 22:14

Morgunblaðið svari fyrir sig

Andrés Magnússon læknir í Noregi var í viðtali við Spegilinn á Rás 1 í kvöld. Hann hélt því m.a. fram að hann hefði ekki fengið greinar eftir sig birtar í Morgunblaðinu þar sem efni þeirra stangaðist á við hagsmuni eigenda Morgunblaðsins.

Ásakanir Andrésar eru alvarlegar. Nauðsynlegt er því fyrir ritstjóra Morgunblaðsins að svara fyrir hönd blaðsins. Á hvaða forsendum var greinum Andrésar hafnað?  


« Síðasta færsla


Hvað var í huga mínum 29. júlí? Jú bankarnir hver hugsar um annað en banka?

Þetta er bloggið mitt 29.júlí 2008 og hvern hefði grunað að ríkisstjórnin færi alla leið?  þeir eru allavega byrjaðir.....

Hvernig getur ríkissjóður átt að bjarga bönkunum? 

Er ekki eitthvað bogið við það að "einkavæddir" bankar geti fengið ómælda peninga frá ríkissjóði til að bjarga sér frá "gjaldþroti"???

Ekki fáum við óbreyttir þegnar þessa lands slíka þjónustu! 

Eða "venjuleg" fyrirtæki í landinu! 

Eftir lestur Viðskiptablaðsins í dag, þar sem stendur að ríkissjóður gæti þurft að "hjálpa" bönkunum með allt að 3 billjörðum á næstu 3 árum!   (hvað eru mörg núll í billjarði?)

Það þýðir að hvert mannsbarn hjá þjóðinni yrði skuldsett um 10 milljónir! 

Eru þessir menn ekki glæpamenn sem seldu "vel völdum kjölfjárfestum" þjóðarbankana?  

Ég er ansi hrædd um að hjá öðru ríki væru þessir ákvarðanir litnar mjög alvarlegum augum og rannsókn þegar hafin.  Og þeir látnir svara til saka og taka út dóm fyrir aðgerðir sínar, og settir af með skömm!!  En hér tíðkast sú stefna (alveg gagnrýnislaust) að þessir sömu ákvarðanatökumenn "velja" sér bara nýjan stól hjá hinu opinbera!! 

Það er stundum eins og Litla Ísland sé í öðrum heimi þegar kemur að starfsafglöpum hjá ráðherrum þjóðarinnar!  

Þessir sem stjórna þessu landi (og hafa verið við stjórn) eru fyrir löngu búnir að sýna að þeir eru ekki hæfir til að sinna störfum sínum....... Í öðrum löndum þyrfti þetta fólk að segja af sér!

Þegar fólk er ráðið til vinnu og uppfyllir ekki það sem í starfslýsingu stendur, er það látið víkja fyrir öðrum hæfari.

Kjósendur þessa lands höfum þetta í huga þegar við göngum í kjörklefa í framtíðinni, ekki kjósa bara eitthvað, eða það sama og síðast og þarsíðast os.frv. Gerum kröfur til þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram um að starfslýsingu sé framfylgt!  Losum okkur við frændskapinn, klíkuskapinn sem þessi þjóð hefur búið við alltof lengi.  Valdið er hjá okkar í næstu kosningum!

Það er öruggt að skattastefna þjóðarinnar á eftir að versna ef ríkissjóður tekur lán til að bjargar þessum sem fengu að kaupa bankana, 10.000.000,-  á hvert mannsbarn er mikið að greiða af með vöxtum!  Höfum þetta í huga.  Fylgjumst VEL með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Við (litla Gunna og litli Jón þessa lands) komum til með að þurfa greiða lánið til baka með vöxtum!


Ofurlaunin, kaupréttarsamningarnir, skúturnar, einkaþoturnar og útrásin öll.

Þetta er nú alveg merkileg aðgerð..... 84 milljarðar króna, já bara til að redda Glitni, það er alveg merkilegt hvað þeim dettur í hug að gera við skattpeninga okkar sem á þessum kalda klaka búum.

Og hvað tekur svo við?

Kaupþing?

Landsbankinn?

Fyrst fengu þessir útrásagæjar bankana gefins, fóru um víðan völl keyptu skútur, einkaþotur, sumarvillur í útlöndum!  Síðan eigum við skattgreiðendur að bjarga þeim þegar þeir eru búnir að sóa öllu sem hægt er að sóa. 

Ég ætla rétt að vona að það hafi verið skilmálar með þessum 84 milljörðum!  Launamál stjórnenda bankanna hafa ekki verið í neinum takti við raunveruleikann!  Starfsokasamningar sem gerðir hafa verið við stjórnendur eru til skammar!   Eða er verið að henda þarna inn milljörðum til að launasukkið og starfslokasamningar og kaupréttarsamningar geti haldið áfram?  

Verður einhvert eftirlit með starfsemi bankans eftir þessa aðgerð? 

Verða ofurlaun stjórnenda lækkuð?  Ef ekki þá hefði verið betra að leyfa þeim bara að róa alla leið í þrot!  Og nota skattpeninga almennings (sem ekki hefur verið að ferðast um á einkaþotum) til að stofna þjóðarbanka, banka fyrir almenning sem ekki tók þátt í bankaútrásinni!!!  En kemur samt til með að þurfa borga einkaþotuflugfargjaldið fyrir útrásargæjana!!!!!

Eigum við (skattgreiðendur sem eru eigendur 84 milljarðana sem verið er að henda þarna inn) ekki heimtingu á að vita hvort slíkir tugmilljóna samningar eru þarna? 

Eru bankarnir ekki með útibú um víða veröld?  

Bankarnir hafa verið iðnir við að láta vita að Íslendingar hafi skipt litlu máli í bankaviðskiptum því allur hagnaður hafi komið erlendis frá!

Hvers vegna eigum við Íslendingar að vera bjarga banka sem fannst ekkert til íslenskra viðskiptavina koma meðan allt lék í lyndi?

Bankarnir hafa ekki getað boðið Íslendingum sömu lánakjör og þeir hafa verið að bjóða í útlöndum!!

Þarna finnst mér vera gengið einum of langt með ráðstöfun á skattpeningum almennings!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er munur á kristinni trú og múslima trú?

Ég hef alltaf reynt að virða trúarskoðanir annarra, í þeirri von um að þeir virði mínar.  Ég er ekki strangtrúuð en hef mína "barnatrú" eins og við Íslendingar (flestir) köllum okkar trú.  Með tilkomu annarra trúarhópa til landsins gefst annað slagið möguleiki á að ræða trú fólks og mismuninn.

Múslimatrú hefur verið mikið umrædd í heiminum undanfarin ár.  Ég varð þeirrar gæfu njótandi að komast í umræðu við strangtrúaðan múslima nýlega, ræddum við trú hvors annars í nokkurn tíma.... honum fannst ekki mikið til koma um hvernig Jesú á að hafa verið getinn (kannski skiljanlegt)(hver er eingetinn?). 

Umræðan fór um víðan völl eins og vill verða um svona málefni.  En það sem mér brá mest við var setningin; myndir þú ekki drepa ef einhver í þinni fjölskyldu væri drepin?  Ég svaraði NEI, því mér myndi ekki líða betur!  Þetta átti minn elskulegi viðmælandi erfitt með að skilja. (ég tók svo dæmi um ef maki minn héldi fram hjá mér liði mér ekki betur ef ég gerði slíkt hið sama).  Hvað ef börnin þín yrðu drepin?  Og svar mitt var NEI! ég færi ekki út að drepa aðra til að réttlæta það....  Og einmitt þarna greindi okkur allverulega á í trúarumræðunni... ég benti honum á að þetta hefði verið stundað á fyrri öldum, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, en í nútímasamfélagi hefðum við einmitt dómskerfi til að dæma í slíkum málum.  En viðmælanda mínum fannst í lagi að drepa ef einhver hefði verið drepinn sem var honum kær......

Er þetta eitthvað sem við þurfum að íhuga? 

Eða er ég ein með þessar áhyggjur?


Ég er þreytt íslenskri útlendingadýrkun!

Ættingi minn þurfti að leita til heimilislæknis fyrir stuttu.  En heimilislæknirinn var í sumarfríi, jú það er nú sumar og læknar eiga rétt á sumarfríi eins og aðrir.  Ættingja mínum var boðið að fara til læknis af erlendu bergi sem var á heilsugæslunni líka, Þar sem erindið var brýnt þáði viðkomandi tíma hjá þessum lækni (enda sagði símadaman að erlendi læknirinn skildi íslensku vel), annað kom í ljós þegar á stofuna var komið.  Læknirinn skildi ekki erindið, ættingi minn spurði þennan erlenda lækni hvort ekki væri hægt að fá að tala við lækni þarna, og viti menn erlendi læknirinn sótti íslenskan lækni sem skildi erindið vel, þetta væri eðlilegt ferli.  En erlendi læknirinn var búinn að segja við sjúklinginn að þetta ætti að fara aðra leið í kerfinu. 

Er eðlilegt að bjóða okkur Íslendingum uppá að í okkar eigin heimalandi þurfum við að sætta okkur við það að erlendir aðfluttir einstaklingar séu látnir afgreiða okkur með enga eða litla kunnáttu, hvorki tungumálakunnáttu né kunnáttu í hvernig íslenskt kerfi virkar! 

Hver er stefna okkar í innflytjendamálum? 

Í Bretlandi ætla þeir að hætta að þýða opinbera pappíra og annað slíkt, þeir hafa komist að því að það kemur í veg fyrir að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu.  (og hafa þeir áratugareynslu í innflytjendamálum)

Í Danmörku er ekki hægt að fá vinnu nema tala dönsku, ekki einu sinni vinnu við skúringar. (og hafa þeir áratugareynslu af innflytjendamálum)

Ef við tökum ekki á innflytjendamálum strax, má búast við að vandinn verði ofvaxinn.  Við eigum að gera skýrar kröfur um íslenska tungumálakunnáttu.

Það er engin þjóð í heimi eins undirgefin eins og íslenska þjóðin, hvað innflytjendur varðar, bankar, símafyrirtæki og fleiri hafa jafnvel ráðið til sín sérstaka þjónustufulltrúa til að sinna innflytjendum!

Matvöruverslanir hafa margar hverjar fáa ef nokkra starfsmenn sem tala íslensku!  Hvergi í heiminum er innfæddum sýnd eins mikil óvirðing eins og okkur Íslendingum! 

Sjálfsagt eigum við heimsmet í undirgefni, þegar að innflytjendum kemur! 


Feðra-lög---- barna-lög

Oft birtast hér á blogginu lýsingar feðra á því hversu slæmar barnsmæður þeir hafa valið sér, þ.e. þær eru að hefna sín á þeim, (ekki veit ég fyrir hvað þær eru að hefna sín, það hefur aldrei komið fram), með því að meina þeim að hitta barnið (börnin) þeirra. 

Sjálfsagt hefur einhver atburður átt sér stað sem ekki er sagt frá!  Getur verið að slæm meðferð á börnunum hafi átt sér stað???  getur verið að einhver hafi "geymt" börnin í hjólreiðageymslunni?   (haft eftir börnum sem upplifðu slíka meðferð hjá föður sínum)  eða skilið þau eftir hjá "nýrri sambýliskonu" sem er alltaf argandi og gargandi (haft eftir barni sem neitaði að fara aftur í samvist við föður sinn).... og lengi mætti telja....

En aldrei hef ég séð bloggað um að feður neiti að hitta barnið (börnin).  En þau tilfelli eru líka til en minna fer fyrir þeim í umræðunni, því íslensk barnalög ná ekki yfir slíka hegðun, undarlegt að kalla þessi lög "barnalög". ein skýringing sem einn faðirinn gaf var: nýja sambýliskonan vill ekki neina fortíð....  þannig að það er best að hafa hlutina svona, án umgengni!

Það barn grét á leikskólaaldri því það kom aldrei neinn "pabbi" að sækja það. 

Móðirin reyndi að sækja "RÉTT" barnsins til yfirvalda og svarið var einfallt!!!! 

Það borgar sig ekki að sækja umgengni til föður sem ekki hefur áhuga!!!!!!   

þar með var  réttur barnsins fótum troðinn!!  (og ekki gefst þessum börnum kostur á að beita feðurna dagsektum!!!!) 

Og hver er þá réttur barnsins???

Eru feður íslenskra barna ekki í sérstöðu?????   Þeir þurfa ekki að hitta börn sín nema þeir nenni og jafnvel þykjast nenna, geyma barn í hjólreiðageymslu er ekki mannlegt (en þar var barnið notað til að hefna sín á móður, dagsektum var beitt, á móður eftir að barnið neitaði að fara aftur í hjólreiðageymsluvist)  móðirin stóð að sjálfsögðu með sínu barni, en galt sektum fyrir!

Hvernig má það vera að hægt er að krefjast dagssekta ef móðir hindrar umgengni? 

En feður hafa allan rétt (til umgengni) en engar skildur (til að rækta umgengni)!!!! 

Er verið að hugsa um hag barnsins í svona lögum????  

Eru þetta feðralög? 

þetta eru allavega ekki barnalög! 

Svo mikið er víst!!!!

Við lagasetningu  í barnamálum skal haft að leiðarljósi "aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Í nýju frumvarpi til laga sem liggur fyrir þinginu, eru þvílík meinvörp í gangi, að efni er í nokkur blogg um barnalagamál.  Vegur þar þyngst "peningalyktin" sem af þessu frumvarpi er!!! Það er engu líkara en þeir aðillar sem leggja slíkt fram á þingi líti á barnssálir einungis sem peninga.... það er dapurt.  Í ljósi þess að aldurs síns vegna mega þessir aðilar "börnin" ekki tjá sig um málefnið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband