Hvaðan koma peningarnir?

Jæja þetta er nú kannski fyrsta skrefið, vonandi þurfum við ekki að bíða jafnlengi eftir næsta skrefi.  En er þetta ekki næstum því eins og að láta bankana hafa peningana beint?  því þetta eru lán sem fólk getur fengið í gegnum bankann sinn.  Íbúðalánasjóður svona einskonar heildsölubanki.

Hvenær verður stigið það skref að fella niður stimpilgjöldin?  Ég man ekki betur en það hafi verið loforð þeirra beggja, Geirs og Ingibjargar.  Nokkuð langt síðan, þau eru kannski að bíða eftir að fólkið í landinu gleymi því loforði!

Hvaðan koma þessir peningar sem núna er verið að moka inná markaðinn?

Er búið að taka lánið uppá 500 milljarða?

Kemur fólkinu í landinu þetta ekkert við?

 

 


mbl.is Breytingar á Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Peningarnir? Þeir koma auðvitað úr ríkissjóði ...

Og eins og allir vita er hann óþrjótandi!

Þarfagreinir, 19.6.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: tatum

Já ríkissjóður, hann er óþrjótandi.... en er þessi ríkissjóður ekki ég og þú?

tatum, 19.6.2008 kl. 19:02

3 identicon

Þessir peningar koma úr ríkissjóði, eins og þeir hafa alltaf gert...engin breyting þar og engin ástæða til að agnúast út í það.

Eins sorglegt og það er nú að hann þurfi mögulega að lána bönkum, þá er það nauðsynlegt því að eins asnalega og þeir hafa spila úr sínum málum og stemt þjóðinni á kaf, þá er það mun alvarlegra ef þessar stofnanir lenda í gjaldþroti....þá fyrst er fjandinn laus.

Við eigum bara að fara að spara, svona eins og fólk gerði áður fyrr.

Ellert (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband