Alltaf eru Íslendingar einu skrefi á eftir sjálfum sér, fundur stendur yfir hjá Umhverfisstofnun.
Hefði ekki átt að vera búið að halda þennan fund, jú þessi fundur átti að fara fram strax eftir að sá fyrri var drepinn. Jú og fundarefnið, auðvitað: Hvað gerum við ef ísbjörn kemur á land?
En funda alltaf þegar atburðir eru orðnir að veruleika, hlýtur að vekja upp margar spurningar.
Lærðu þessir aðilar sem eru jú á launum hjá okkar skattgreiðendum, ekkert á fyrri heimsókninni? Var ísbjörnum sópað af borðum um leið og búið var að drepa dýrið?
Þrátt fyrir alla umræðu dýraverndarsinna um allan heim?
Er þetta fólk að vinna vinnuna sína?
Mér finnst þessi fundur vera til skammar! Það átti að vera búið að funda og undirbúa aðra eins heimsókn!
Þessir ísbirnir sem greinilega eru búnir að uppgötva Ísland, geta hæglega gengið frá ferðaiðnaðinum, ef ferðamenn vita að hér á landi eru stunduð þau vinnubrögð að kalla fólk á fund, ræða málin, á meðan ísbjörn gæðir sér á öllu því sem fyrir honum er!
Ég hef verið ferðamaður í landi þar sem ég hef ekki skilið eitt orð í tungumáli viðkomandi lands, og að setja á útgöngubann er ekki skilvirkt, allavega ekki fyrir ferðamenn sem ekki skilja tungumálið og eru þar að leiðandi ekki með kveikt á útvarpi.
Það er von mín að næst þegar ísbjörn gengur á land, þá verði ekki ástæða til að funda, því þá verði komið vinnuferill í gang og allir vita hvað gera skal í svona aðstæðum.
Og hvað eigum við að gera við dýrið? Jú ég er alveg til í að hafa hann í húsdýragarðinum. Kannski þyrfti þá að breyta nafni garðsins? Jú og þá gætum við haft enn eina nafnatilögukeppnina.
![]() |
Allt í biðstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já allir vegir lokaðir! Ferðamenn sem eru á ferðalagi með reiðhjól eru nú ekki alltaf á fjölförnum leiðum. Eru með gott kort og fara yfir landið helst þar sem mestu óbyggðir eru.
tatum, 16.6.2008 kl. 15:58
Þú ert til í að hafa hann í húsdýragarðinum já. Og heldurðu að það sé bara tilbúin kró handa honum si svona? Eða ætlar þú bara að drífa í að byggja hana ein(n) og sér overnight? Og hvað á svo að gefa kvikindinu að éta? Ætlar þú kannski að fara og útvega einn sel á dag fyrir skepnuna? Hvernig væri nú að hugsa smá?
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:03
Húsdýragarðurinn er ekki staður fyrir viltan björn. Heldur vildi ég sjá hann deyja heldur en að enda þar.
En fyrir utan það þá verðum við bara að horfast í augu við staðreyndir hérna. Við höfum ekki gæjurnar sem þarf til að standa í því að flytja hann til Grænlands, sérútbúið búr sem getur hangið niður úr þyrlunni, öndunarvél svo hann geti andað út af deyfilyfjunum og svo auðvitað réttu deyfilyfin og almennilegt magn af þeim sem dugir alla leiðina. Þetta er bara ekki raunhæft. Fyrir utan það að Grænlendingar vilja ekki fá inn dýr nema þau fari í sóttkví, sem ég skil mjög vel. Við erum með þær reglur hér á landi.
Dagný (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:05
sleggjudómur... hvernig væri ef þú myndir restarta heilanum..
hver segir að það þurfi að reisa búr á einni nóttu...
Einfalt mál... ísbjörninn er settur í gám og honum gefið að éta á meðan snjöllustu blikksmiðir landsins byggja búr þar sem hann myndi síðan dvelja í aðeins lengur áður en annað er ákveðið.
Prófaðu aðeins að gefa smá virðingu fyrir dýrarikinu, neysluvísitalan þin!
I I (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:09
Við áttum nú einu sinni sædýrasafn, staðsett í Hafnarfirði og ég man ekki betur en að þar hafi verið ísbirnir, og þeir fengu að borða! Ég þurfti ekkert að fara og henda í þá selum á hverjum degi! það var starfsfólk sem sá um að fæða dýrin. Og af hverju getum við Íslendingar ekki átt ísbjörn í dýragarði eins og er í öðrum löndum. Við þurfum þá allavega ekki að kaupa dýrið, það kom sjálfviljugt.
tatum, 16.6.2008 kl. 16:18
Ingþór: Nei. Það er ekki einfalt mál að loka ísbjörn inni í gámi um einhvern óákveðinn tíma. Og gefa honum hvað að éta? 100 æðarfugla á dag? eða 1000 egg? Svo er hitt, að blikksmiðir fást ekki við að gera búr fyrir ísbirni hversu færir sem þeir eru í að leggja loftræstistokka. Til þess þarf húsasmiði, því að þau eru steypt í hólf og gólf og veitir ekki af. Og þau eru stór. Og þetta hefur ekkert með virðingu fyrir dýraríkinu að gera annað en það að það væri alvarlegri vanvirða við dýraríkið að loka ísbjörn inni í gámi eitt einasta augnablik hvað þá lengur heldur en að skjóta hann. Neysluvísitala hvað?
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:21
HALLÓ, er ekki í lagi með þig ?
http://www.youtube.com/watch?v=Ob_oD1IsYbE
Mæli með að þú kíkir á þetta myndband. Þá sérðu kanski hvers eðlis þeir eru.
Og já, ísbyrnir eru algerlega óútreiknanlegir og eru líklegir til að ráðast á og drepa menn og borða þá ef þeir eru svangir. Þeir geta hlupið á yfir 60km hraða sem er tvöfallt hraðar en hraðskeiðasta manneskja á jarðríki.
Þeir drepa bráð sína með því að bíta hana í hauskúpuna og brjóta hauskúpuna með kjálkaafli einu saman.
Munurinn á því að lenda í Grizzly bear eða brúnum birni og ísbjörni er sú að þeir lemja fólk yfirleitt í klessu og fara svo. Viðureign við hvítabjörn er undantekningarlaust bannvæn.
Það var 12 ára stelpa sem kom að þessum birni. Ef hún hefði verið forvitinn og komið nær en ekki hlaupið í burtu þá er ekki ólíklegt að ísbjörninn hefði rifið hana bókstaflega í tætlur og borðað hana. Hún getur talist heppin að ísbjörnin er búinn að vera gæða sér á eggjum í augnablikinu.
Ísbirnir eru EFSTIR í fæðukeðjuni. Það er ekki eitt einasta dýr á jarðríki sem getur ráðist á og drepið ísbjörn
Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess að manneskja verði rifin í spað áður en fólk sér um hvers konar dýr er að ræða. Kíkið bara á myndbandið og þá sérðu hvað ég meina.
Horðu á myndbandið og segðu mér hvort þú viljir hafa þetta 300-600 kílóa flykki í húsdýra og fjölskyldugarðinum þar sem fólk kemur með börnin sín.
Fólk eins og þú ert svo glært og veit algerlega ekki neitt hvað það er að segja, horfðu á myndbandið og lestu allt sem ég hef sagt og segðu mér að þú viljir ekki láta skjóta þetta dýr þegar það er á leið í átt að mannabyggðum........
Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.