Það þarf ekki að drepa hann! Mikið er ég sammála Einari Þorleifssyni. Það er til nóg af hámenntuðum dýrafræðingum, segir Einar. Hvernig væri nú að leyfa þessum fræðingum að nýta menntun sína!
![]() |
Vill nefna björninn Ófeig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | mán. 16.6.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf eru Íslendingar einu skrefi á eftir sjálfum sér, fundur stendur yfir hjá Umhverfisstofnun.
Hefði ekki átt að vera búið að halda þennan fund, jú þessi fundur átti að fara fram strax eftir að sá fyrri var drepinn. Jú og fundarefnið, auðvitað: Hvað gerum við ef ísbjörn kemur á land?
En funda alltaf þegar atburðir eru orðnir að veruleika, hlýtur að vekja upp margar spurningar.
Lærðu þessir aðilar sem eru jú á launum hjá okkar skattgreiðendum, ekkert á fyrri heimsókninni? Var ísbjörnum sópað af borðum um leið og búið var að drepa dýrið?
Þrátt fyrir alla umræðu dýraverndarsinna um allan heim?
Er þetta fólk að vinna vinnuna sína?
Mér finnst þessi fundur vera til skammar! Það átti að vera búið að funda og undirbúa aðra eins heimsókn!
Þessir ísbirnir sem greinilega eru búnir að uppgötva Ísland, geta hæglega gengið frá ferðaiðnaðinum, ef ferðamenn vita að hér á landi eru stunduð þau vinnubrögð að kalla fólk á fund, ræða málin, á meðan ísbjörn gæðir sér á öllu því sem fyrir honum er!
Ég hef verið ferðamaður í landi þar sem ég hef ekki skilið eitt orð í tungumáli viðkomandi lands, og að setja á útgöngubann er ekki skilvirkt, allavega ekki fyrir ferðamenn sem ekki skilja tungumálið og eru þar að leiðandi ekki með kveikt á útvarpi.
Það er von mín að næst þegar ísbjörn gengur á land, þá verði ekki ástæða til að funda, því þá verði komið vinnuferill í gang og allir vita hvað gera skal í svona aðstæðum.
Og hvað eigum við að gera við dýrið? Jú ég er alveg til í að hafa hann í húsdýragarðinum. Kannski þyrfti þá að breyta nafni garðsins? Jú og þá gætum við haft enn eina nafnatilögukeppnina.
![]() |
Allt í biðstöðu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | mán. 16.6.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í allri kreppunni sem ráðamenn þjóðarinnar segja nú að sé komin til að vera um stund hér á landi, er þá ekki tímabært að fara að nýta það sem til er (svo að segja á hverju heimili).
Fyrir nokkrum árum var ekki heimili án sódastream-tækis, en mikið helv.... var allt bragðefnið vont sem á markaðnum var í þessar vélar. Þannig að fólk hætti að nota þessi allra-draumatæki og tækin voru sett í geymsluna.
Núna hefur mitt heimilisfólk tekið GRÆJUNA úr geymslunni og hér drekka allir þetta fína sódavatn beint úr krananum. Bragðefnunum er bara sleppt, en höfum verið að prufa Ribena safa og það bara þrælvirkar.
Hætt að fara langar leiðir út í búð eftir sódavatni hér á landi, enda er það óþarfi í landi ferskasta vatns í heimi, það er nóg í krananum.
Langaði bara að deila þessu.
Lífstíll | sun. 15.6.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)