Ég er farin að halda að Ísland sé fylki í bandaríkjunum, það er ekki eðlilegt hvað fjölmiðlar hér hafa fylgst með forsetaframbjóðendakjörinu þar í landi. Það er ekki eins og við komum til með að kjósa til forseta í landinu.
Og hvað kemur okkur við hvar Obama heldur til á þjóðhátíðardegi bandaríkjana?
Hvað þá heldur að okkur komi við hvað kosningabaráttan er búin að kosta hvern og einn frambjóðandann?
Síðan eru forsetakosningar þar í landi á næsta ári (held ég) og ætli það verði ekki sýnt "beint" frá talningunni hér á landi?
![]() |
Obama í Montana á 4.júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Lífstíll | fös. 4.7.2008 (breytt kl. 19:31) | Facebook
Athugasemdir
Forseti Bandaríkjana er svona næstumþví forseti heimsinns þannig mér finnst það ekkert skrýtið.
Stjáni (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:20
Við látum þessa Kanaspeki vaða yfir okkur allstaðar, í bíó, fréttum, sjónvarpi. Allstaðar komast þeir að til að segja okkur (og sjálfum sér upphaflega) hvað þeir eru frábærir og besta þjóð í heimi. Svo gleypa flestir við þessum heilaþvotti. Það er sorglegast.
Annars er ég sannfærð um að það verður reynt að drepa Obama ef hann kemst nærri embættinu, það eru svo margir þarna sem ekki vilja svartan forseta.
Marta Gunnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:32
Líka margir sem vilja ekki hvítan forseta....
Kristján Steinþórsson, 5.7.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.