Ekki gleður það mig þessi sameining, svo mikið er víst að þessi sameining ýtir enn frekar undir það að fara að taka ákvörðun um að koma sér frá þessu landi, þessi sameining verður ekki til þess að almenningur (þ.e. þrælar þjóðarinnar, láglaunafólk) komi til með að fá hér einhverja samkeppni, um að ávaxta aurana sína.
Hvað þá að samkeppni verði um "kostnað" sem bankarnir leggja á viðskiptavini. Að maður þurfi að greiða bankanaum pening til að geta tekið út sinn eigin pening, finnst mér "þjófnaður", það er nánast ekkert sem hægt er að gera í bankanum nema að greiða aukakostnað, ef maður hringir í þjónustuverið er tekið af reikningnum "gjald fyrir þjónustu" flokkast það ekki undir þjófnað? Ég tala nú ekki um ef maður álpast nú til að eyða "óvart" meiri pening en maður á þá er lag á mann himinhátt "FIT"gald, er það ekki þjófnaður?
Maður er svo varnarlaus gagnvart bankanum, því bankanum er leyfilegt að ræna viðskiptavininn á öllum sviðum!! Og ekki kemur þessi sameining til með að fækka álögðum gjöldum á okkur.
Ég spyr; Hvar er samkeppniseftirlitið?
Ég get sagt það að ég var MJÖG óánægð með bankann minn flutti því viðskipti mín í annan banka en við þessa sameiningu er ég komin aftur þangað sem ég var ekki ánægð, þannig að nú er bara spurning hvar á maður að vera með viðskipti sín?
Ætti kannski að athuga hvort ég geti fengið útborgað í peningum svo ég geti verið utan banka!
![]() |
Kaupþing og SPRON sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...þessi sameining verður ekki til þess að almenningur (þ.e. þrælar þjóðarinnar, láglaunafólk) komi til með að fá hér einhverja samkeppni...". Ég er alveg sammála því að það er mjög lítið um samkeppni á flestum sviðum hér á landi. Afhverju er svona lítil samkeppni hér á landi? Það er að stórum hluta (líklega stærstum) af því að fólk hugsar eins og þú. Það þíðir ekkert fyrir þig að bíða eftir samkeppni á meðan að þú kaupir þína þjónustu og vörur þar sem þú ert vön/vanur að versla, sama á hvaða verði hún er. Þú bölvar í hljóði yfir því hvað allt er orðið dýrt hér á landi og þú heimtar meiri samkeppni. Ef íslendingar hættu að bíða eftir samkeppni og færu að kaupa vöruna og þjónustuna þar sem hún er ódýrust, þá myndast samkeppni hjá fyrirtækjum sem leiðir af sér lægra vöruverð.
Hvaða hag hafa fyrirtækin á því að lækka verð vörunar þegar íslendingar kaupa vöruna á hvaða verði sem er?
Ólafur Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 09:29
Afsakið, ég gleymdi að svara spurningunni þinni. Að sjálfsögðu beinir þú þínum viðskiptum annað.
Ólafur Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.