Ég hef alltaf haft það fyrir reglu að umgangast netið af varúð, kannski er það vegna þess að ég lærði snemma á netið, var með þeim fyrstu sem vöfruðu um. Einnig lærði ég þá að gæta fyllstu varúðar, af þeim sem var að kenna mér þessi fræði, ekki trúa öllu sem inná netinu er, osfrv. Þessu hef ég haldið öll árin sem ég hef verið að vafra um, aldrei að setja mynd af sér á netið, því þú veist aldrei hver fer um hana höndum.
En hér á bloggheimum virðist þetta ekki vera málið, hér er hægt að lesa nánast um allt daglegt líf fólks skreytt myndefni af þeirra nánustu. Oft hef ég verið undrandi hvað fólki dettur í hug að setja hér inn, einnig undra ég mig á því að þessir dagbókarbloggar skuli vera "vinsælir" en við lestur á þessum bloggum kemur í ljós að fólk er hrætt við að hafa skoðanir, eða veit ekkert um nein mál sem snerta þjóðina, (ekki undarlegt að stjórnmálamenn þessa lands skuli ná kjöri aftur og aftur, fólk nennir ekki að setja sig inní þjóðmálin, fer bara og kýs á 4 ára fresti, veit ekkert og vill ekkert reyna setja sig inní nein mál.) eða kannski þorir ekki að upplýsa "bloggvini" um fáfræði sína. Ég persónulega er með mína "dagbók" á náttborðinu, fyrir mig.
En þetta er semsagt ástæða þess að ég er undir "dulnefni" og set ekki myndir af mér eða nákomnum á netið. Enda er það svo að maður er ekki einu sinni boðin velkomin í bloggheima, hvað þá að það sé kommentað hjá manni. heldur er sífellt verið að agnúast útí þá sem eru nafnlausir. Það er engu líkara en nafnlausir séu haldnir "holdsveiki" bloggarar óttast að smitast.
Hér hefur líka myndast einhverskonar "klíka" sem sumir kalla "áttuna" ég hef nú verið að lesa þessi blogg úr þessari áttu og verð að segja að mér hefur ekki fundist mikið til um umræðuna hjá mörgum því það er engin umræða, þetta er kannski margir tugir af komentum um sokkabuxur. En krónan er á niðurleið og það er ekki í umræðunni, stjórnleysi, ekki í umræðunni, verðbólga, ekki í umræðunni og þannig mætti lengi telja.
Er nema von að skútan sökkvi í rólegheitunum það er öllum sama, allavega eru þau blogg sem eitthvað með "ástand íslensku þjóðarinnar" í bloggi sínu án komenta, sem mér hefur fundist nokk merkilegt, það er engin með skoðanir á þjóðmálunum hér á blogginu, kannski skiptir það engu máli kannski eru hér bara "öryrkjar" sem bíða bara eftir næsta umslagi og eru bara hér til að drepa tímann? Þetta skiptir engu það kemur alltaf sama umslagið um næstu mánaðamót.
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér þó ég sé bæði með nafn og mynd. Fólk er upp til hópa mjög hrætt við að segja sína skoðun. Eins og það sé að brennimerkja sig með því. En hvenær það fer á klósettið og í bað, það er það sem álitið er að alþjóð þurfi að vita.
Marta Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.