Hvernig má það vera að lög í landinu hreinlega gefa nágranna leyfi til að eyða mínum peningum? Eða ég peningum nágrannans? En fjöleignalögin eru meingölluð! Þar er fólki hegnt fyrir að hugsa vel um fasteignir sínar, með því að þeir sem hafa látið húseignina grotna niður geta bara haldið því áfram, alveg sama hver kostnaðurinn verður að lokum, því nágranninn verður bara látinn borga.
Nýfallinn dómur er til háborinnar skammar! Að fólk sem búið er að framkvæma viðhald hjá sér sé dæmt til að greiða viðhald nágrannanna. Ef þessi dómur verður látinn halda sér upp allt dómsstigið,(hef samt verið að hugsa um hvort dómarinn hafi verið sofandi) er ég ansi hrædd um að húseigendur hugsi sig um áður en þeir fari í framkvæmdir, og þá býð ég nú ekki í útlit borgarinnar, en undanfarið hefur einmitt umræðan verið að það þyrfti að huga betur að viðhaldi húsa.
Þar sem ég bý í raðhúsi snertir þessi dómur mig, ég hef einnig frétt af fólki sem býr í samvöxnu húsi með 6 íbúðum, tveim húsnúmerum, þar voru framkvæmdir ekki samstíga þannig að hús nr. 2 for í framkvæmdir á eftir þeim í nr. 4, og þeir í 2 gerðu sér svo lítið fyrir og létu þá í nr.4 greiða helming í sínum framkvæmdum. Já og allt löglegt, bara sorry að þið skylduð ekki vita að þið gátuð rukkað okkur en bara of seint núna!!!!!! HALLLÓ Hver semur svona Ólög???? er skrýtið að mér sé spurn? Hefur einhver leyfi til að semja lög sem beinlínis leyfa öðrum að stela peningum frá öðrum. (Því þetta er ekkert annað en þjófnaður) já að hugsa sér löglegur þjófnaður! Er löglegt að semja svona lög? Er enginn ábyrgur í þessu landi?
Ansi er ég hrædd um að þetta myndi ekki standast fyrir mannréttindadómstólnum, eins og svo mörg ólög sem eru viðhöfð í landinu Íslandi.
Hér kemur svo greinin af dv.is:
Dómur er fallinn í þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunn sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,9 milljónir króna til húsfélagsins auk málskostnaðar. No comment," sagði Herbert þegar Vísir hafði samband við hann. Við erum að fara yfir dóminn og ætlum ekki að tjá okkur um hann strax. Þetta er algjör skandall og við munum boða til blaðamannafundar á næstunni," sagði söngvarinn.
Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina.
Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki og því óþarfi að klæða það að nýju. Hann neitaði því að borga sinn hluta af kostnaðinum og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt sem tók afstöðu með stefnendum í málinu. Herbert og kona hans voru því dæmd til að greiða 3,9 milljónir til húsfélagsins auk þess sem 1200 þúsund króna málskostnaður fellur á þau.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.