Hvað ætli það séu margir sem ekki hafa haft efni á að leita með sín mál til Evrópudómstólsins? Hér á landi hefur viðgengist þvílík mannréttindabrot af opinberum starfsmönnum, bönkum að það hálfa væri nóg.
Stundum hefur manni blöskrað hvað hægt er að hrópa "rasisti rasisti" þegar um brot á erlendum aðilum er að ræða, enn innfæddir eiga sér engan vaktmann sem stekkur upp og hrópar STOPP HINGAÐ OG EKKI LENGRA þeim innfædda til varnar, svo virðist sem máltækinu "konur eru konum verstar" eigi alveg við en þá bara með þessum orðum "Íslendingar eru Íslendingum verstir".
Hér á landi hefur það tíðkast að gera fólk gjaldþrota "til að þagga niðri fólki". Hef oft undrað mig á mannréttindasamtökum sem starfa hér á landi og eru sífelt að benda á brot á fólki svo víðsfjarri okkur að maður vissi ekki einu sinni að það land væri til, fyrir að hafa ekki litið sér nær, hér á landi er brotið á fólki! Það sýna þau mál sem Íslendingar hafa farið með til Mannréttindadómstólsins, þau mál hafa undantekningalaust komið "heim" með þau skilaboð að um brot hefði verið að ræða.
Hvað um alla þá sem ekki hafa haft efni á að fara þessa leið?
Ég styð Pétur Þór Sigurðsson, vonandi nær hann að ryðja hina grýttu braut sem íslenskt "réttarkerfi" er.
![]() |
Pétur Þór Sigurðsson stefnir íslenska ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.