Nú held ég að það sé komið að því að stjórn þessa lands fari að hisja uppum sig og gera eitthvað róttækt. Bankarnir eru búnir að sýna það að þeir eru búnir að vera lengi að ætla sér að koma þessu landi á vonarvöl, og þeim virðist ætla að takast ætlunarverk sitt. Sem betur fer tókst þeim ekki að leggja íbúðalánasjóð af, þeir voru samt nálægt því. Námsmenn eru alfarið uppá bankana komnir, þurfa að velta sér áfram á rándýrum yfirdrætti og svo mætti lengi telja.
Þannig að nú er lag fyrir Geir og co. Nota þessa 500 milljarða sem ætlunin er að taka að láni, stofna nýjan banka, "banka þjóðarinnar" og leyfa hinum bönkunum bara að eiga sig og sitt vandamál.
Hvað eigum við hinn almenni skattgreiðandi að fara að taka lán til að bjarga "bönkunum" úr þeim útrásarvanda sem þeir komu sér sjálfir í? Og hafa undanfarið verið að kúga hinn almenna launþega sem á ekkert val um hvar launin þeirra eru greidd út! Jú það þurfa allir peningar okkar að fara í gegnum þessa "banka" og þeir segja svo bara einn daginn að nú sé komin kreppa, og nei við getum ekkert gert fyrir þig.
Hvað gerist ef það kemur nýr banki inná markaðinn? Banki sem ekki tekur þátt í þessari vitleysu sem nú viðgengst innan bankakerfisins? Banki sem ekki þarf að vera í gengisleik til að uppgjör bankans líti betur út í útlöndum?
Eru bankarnir að fella gengið hratt þessa dagana til að 6 mánaða uppgjör bankanna líti betur út?
Við hinn almenni borgari eigum að láta í okkur heyra og gæta þess að ekki verði tekið 500 milljarða lán til þess eins að fékúga okkur áfram. Það er nú á okkar ábyrgð þetta lán sem verið hefur í umræðunni. Hinn almenni borgari þessa lands er jú "ríkið"
Af hverju eru engin mótmæli í gangi? Nú er um líf þjóðarinnar að ræða? og það heyrist ekki í neinum?
Geir og Ingibjörg ættu nú að skella "bönkunum" og standa vörð um þjóðina!!!!
![]() |
Sveiflur á gengi krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.