Við sátum í rólegheitum í gærkvöldi og horfðum á sjónvarpið, þegar við heyrðum að það var umgangur frammi, já það var einhver frammi, við sperrtum eyrun horfðum hvert á annað, það voru allir á heimilinu að horfa á TV, skelfingarsvipur, undrunarsvipur ja ég held að allir andlitssvipir hafi komið fram.
Loksins sýndi ég (að sjálfsögðu) þá hetjudáð að standa upp og athuga hver væri að gera sig heimkominn og við að horfa á sjónvarpið!
"Kvikindið" var snöggur út um eldhúsgluggann, já það var köttur! sem var búinn að lalla um eldhúsborðið, greyið sjálfsagt að leita sér að einhverju að éta.
En ef það er einhvað sem er ekki að mínu skapi er það ókunnir kettir inni hjá mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.