Í allri kreppunni sem ráðamenn þjóðarinnar segja nú að sé komin til að vera um stund hér á landi, er þá ekki tímabært að fara að nýta það sem til er (svo að segja á hverju heimili).
Fyrir nokkrum árum var ekki heimili án sódastream-tækis, en mikið helv.... var allt bragðefnið vont sem á markaðnum var í þessar vélar. Þannig að fólk hætti að nota þessi allra-draumatæki og tækin voru sett í geymsluna.
Núna hefur mitt heimilisfólk tekið GRÆJUNA úr geymslunni og hér drekka allir þetta fína sódavatn beint úr krananum. Bragðefnunum er bara sleppt, en höfum verið að prufa Ribena safa og það bara þrælvirkar.
Hætt að fara langar leiðir út í búð eftir sódavatni hér á landi, enda er það óþarfi í landi ferskasta vatns í heimi, það er nóg í krananum.
Langaði bara að deila þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.